Tónlist og stjórnmál

Í gćrkvöldi hlustađi ég á Stockholms Symfoniorkester flytja eftirlćtistónverk mitt -fullkomnasta tónverk sögunnar - sjöttu sinfóníu Ludwigs van Beethovens, Pastoralsinfóníuna, sveitasinfóníuna, sem samin er 1808 og flumflutt í Vínarborg 22. desember 1808.

Međan ég hlustađi á ţetta fullkomnasta tónverk sögunnar, fór ég ađ hugsa um ferilinn: snilli tónskáldsins, menntun og hćfileika hljóđfćraleikaranna, fjölbreytileika hljóđfćranna, ţessara frábćru smíđisgripa, elju og áhuga flytjenda og hrifningu áheyrenda.

Allt í einu fór ég í huganum ađ bera saman tónlist og stjórnmál heimsins - í víđasta skilnigi, sem einkennast af svikum, undirferli, sýndarmennsku - og á eftir öllu rekur auđvaldiđ sem hefur ţađ eitt takmark ađ auka arđ af kapítalinu, eignast peninga, fela og stela, og ţetta hefur leitt til, misréttis og yfirgangs og skelfinga sem engin orđ fá lýst - en flestir ţekkja.

Ţótt mér sé vel ljóst ađ fátćkleg orđ eins og ţessi orđ hafi lítil áhrif, ţá vekja ţau vonandi til umhugsunar um, hvađ ţađ er sem gerir líf okkar ţess virđi ađ ţví sé lifađ. Ţađ eru ekki peningar ţví síđur undirferli og svik, heldur vinátta, kćrleikur og fegurđ og list.


Ein ţjóđ - ein tunga

Lengi hefur veriđ vitnađ til orđa Snorra Hjartarsonar: „Land, ţjóđ og tunga, ţrenning sönn og ein”, orđa Jónasar um „Ástkćra ylhýra máliđ” og orđa Einars Benediktssonar: „Ég skildi ađ orđ er á Íslandi til / um allt sem er hugsađ á jörđu.” Ţá er haft eftir Sigurđi Nordal: „Ţađ sem Jónas Hallgrímsson hefur skrifađ og Konráđ samţykkt, ţađ kalla ég íslensku“. Ţessi ummćli lýsa viđhorfi margra.

Úlfar Bragason skrifar í Fréttabréfi Stofnunar Sigurđar Nordals 2, 2000:

Íslendingum er tamt ađ líta svo á ađ ţjóđerni ţeirra sé faliđ í tungumálinu og ţeim bókmenntum sem á ţví hafa veriđ ritađar. Íslensk málrćkt hefur ţví oft snúist upp í málvernd, íhaldsemi og ţröngsýni. Ţegar verst gegnir ţola menn ekki annađ tungutak en sitt eigiđ og skiptir ţá litlu hvort ţađ er betra en annarra. Ţetta viđhorf hefur síđan međvitađ eđa ómeđvitađ bitnađ á útlendingum sem hafa viljađ lćra máliđ. Gengiđ er út frá ţví ađ ţeim muni varla eđa aldrei takast ađ ná valdi á ţví enda sé íslenskan svo erfitt mál. Ađ vísu verđa menn ađ viđurkenna ađ dćmin sýna annađ en einatt er litiđ á ţau sem undantekningar. ...

Viđhorf Íslendinga til eigin tungu hefur valdiđ ţví ađ mikla einbeitni hefur ţurft hjá erlendu fólki sem hefur viljađ lćra máliđ. Erfitt hefur reynst ađ finna kennsluefni viđ hćfi og frambođ á kennslu hefur veriđ lítiđ. Ţessi viđhorf landsmanna gera líka erlendu fólki erfitt fyrir ađ setjast ađ á Íslandi ţví ţađ hćttir seint ađ vera utangarđs í málsamfélaginu enda allt of lítiđ hjálpađ til ađ nema máliđ. 

Undanfarnar vikur hefur Veđurstofa Íslands látiđ tvo útlendinga - sennilega nýbúa - lesa veđurfréttir annan veifiđ. Framtak Veđurstofunnar er sannarlega umhugsunarvert: ađ leyfa starfsmönnum, sem hafa lagt á sig ţađ erfiđi ađ ná tökum á ţessu flókna máli, ađ lesa veđurfréttir. Ef til vill má líta á ţetta frumlega framtak sem tilraun til ađ sýna nýbúum virđingu og vekja athygli á mikilvćgi málsins í samfélaginu - ţessu samfélagi á Íslandi sem er ekki lengur einsleitt og einangrađ heldur hefur fćrst nćr hringiđu umheimsins međ flóknu tungumálakerfi sínu, átökum og tortryggni. 

Á hinum Norđurlöndum hefur ţađ ekki gerst - ađ ţví best er vitađ - ađ nýbúar hafi fengiđ ađ koma fram í útvarpi eđa sjónvarpi međ ţessum hćtti. Í Noregi eru tvö ríkismál og fjölmargar mállýskur og í norska ríkisútvarpinu NRK, bćđi útvarpi og sjónvarpi, eru ţessar mallýskur virtar. Í BBC má heyra margs konar ensku, eins og lesendur vita. En erlendir málhafar fá ekki inni viđ fréttalestur í NRK eđa BBC né annars stađar sem vitađ er til.

Framtak Veđurstofunnar er sannrelega umhugsunarvert og til fyrirmyndar. Ţrátt fyrir ţađ ber ađ rćkta íslenska tungu sem ţjóđtungu landsmanna hvađan sem ţeir eru upprunnir, enda er ţađ samdóma álit nýbúa á Íslandi - eins og víđast hvar annars stađar - ađ til ţess ađ geta tekiđ ţátt í lífi og starfi samfélagsins verđi ţeir ađ lćra ţjóđtunguna.

VIKUDAGUR 11. ágúst 2016 


"Veistu af hvers konar völdum, menn vankast snemma af?”ťťťťťť

Fróđlegt er ađ lesa Reykjavíkurbréf Morgunblađsins í gćr. Fyrirsögnin er: „Veistu af hvers konar völdum, menn vankast snemma af?” Fyrirsögnin endurómar upphafsorđ ţýđingar Steingríms Thorsteinssonar á ljóđi Heinrichs Heine, Loreley:

Eg veit ekki af hvers konar völdum / svo viknandi dapur eg er.

Ef til vill hefđi höfundur Reykjavíkurbréfs átt ađ nota orđ skáldbróđur síns ómenguđ, ţví ađ ţau virđast lýsa mun betur hug hans og efni bréfsins.

Fyrsti kafli bréfsins heitir „Ţreytt fyrir tímann”. Ţar segir:

Vćntanlega er mest ađ marka ţađ sem gerist í opnum, upplýstum og lýđrćđislegum ţjóđfélögum. Varla er nýjabrum lýđrćđisins fokiđ út í veđur og vind. Ţetta er glćnýtt fyrirkomulag. En ţó virđist óneytanlega á ţví ţreytueinkenni. Afstađa stjórnmálamanna í lýđrćđislöndum er blanda af áhugaleysi, tortryggni og fullkominni andúđ. 

Rétt er ađ benda á orđin: „Afstađa stjórnmálamanna í lýđrćđislöndum er blanda af áhugaleysi, tortryggni og fullkominni andúđ.” Síđar segir höfundur:

Stór hluti jarđarbúa hefur ekki enn fengiđ ađ kynnast lýđrćđinu, nema af afspurn. ... Mannréttindasáttmálar eru til og manréttindadómstólar, en ţví fer fjarri ađ heimurinn allur lúti ţeim. Sumir gera ţađ meira á orđi en borđi, en ađrir alls ekki og komast upp međ ţađ. En hvernig stendur á ţví, ađ einmitt ţar sem lýđrćđislegar leikreglur eru í heiđri hafđar, sé álitiđ á leiđtogunum sem almenningur hefur sjálfur valiđ svona lítiđ. 

Höfundur Reykjavíkurbréfsins svarar spurningunni ţannig, ađ almenningi sé „löngu orđiđ ljóst ađ ekkert sé ađ marka” orđ leiđtoganna.

Lýđrćđislegir valdamenn hafa nokkur völd, ţótt misjafnt sé eftir löndum. Í létt - lýđrćđisríkjum, sem óţarft er ađ nefna, geta völd manna veriđ býsna mikil. Helsta ástćđa ţess er sú ađ jafnvćgi vantar. Ţađ skortir öfl sem veita valdhöfunum ađhald. Ţar má nefna öfluga stjórnarandstöđu, frjálsa fjölmiđla, gagnsćja stjórnsýslu og á lokastogi dómstólana.

Ţetta eru eftirtektarverđ orđ Reykjavíkurbréfs Morgunblađsins, en ţađ blađ hefur ekki talist til frjálsra fjölmiđla. Jafnvćgi í stjórnmálum á Íslandi má lýsa međ ţví ađ Sjálfstćđisflokkurinn hefur setiđ í ríkisstjórn nćr 55 ár af 72 árum lýđveldistímans - eđa nćr 8 ár af hverjum 10 árum. Hefur enginn flokkur á Vesturlöndum átt viđlíka fylgi - og völdum ađ fagna og enginn annar flokkur hefur setiđ lengur í ríkisstjórn í lýđrćđislandi. Fylgi Sjálfstćđisflokksins í alţingiskosningum hefur lengst af veriđ um 40%, ef undan eru skildar 2009 ţegar flokkurinn fékk 23.7% fylgi í kjölfar Hrunsins sem margir rekja til einkavćđingarstefnu flokksins undir stjórn Davíđs .

Einu fulltrúar fólksins í kerfinu

Áđur en höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblađsins víkur ađ lokum ađ hinu „ólýđrćđislega sambandi í álfunni” - Evrópusambandinu - segir hann: „Enn sem fyrr eru ţó stjórnmálamenn einu fulltrúar fólksins í kerfinu.” Ţessi orđ lýsa takmörkuđum skilningi á nútíma lýđrćđi og gamaldags og úreltri afstöđu. Ađ vísu er ekki ljóst viđ hvađ höfundur á međ orđinu „stjórnmálamenn”, en ţađ virđist merkja fulltrúar á Alţingi, alţingismenn og ráđherrar. Í nútíma lýđrćđisríki á almenningur fjölmarga fulltrúa. Í dag ber ađ nefna forseta Íslands, sem telur mikilsverđasta hlutverk sitt ađ hlusta á og ţjóna almenningi, umbođsmann Alţingis, umbođsmenn barna, sveitarstjórnarmenn og kennara, svo nokkur dćmi séu tekin, auk ţess sem stjórnarskrá lýđveldisins og lög veita almenningi tryggingu.

Lokaorđ Reykjavíkurbréfs gćrdagsins skjóta síđan skökku viđ, ađ enn sem fyrr séu stjórnmálamenn einu fulltrúar fólksins í kerfinu. Lokaorđin hljóđa ţannig í Drottins nafni: „Fyrst ađ stjórnmálamenn hafa sjálfviljugir svipt sig völdum ađ mestu, gerir ţá nokkuđ til ţótt viđ kjósum t.d. Pírata, sem enginn veit fyrir hvađ standa.” Ţessi orđ bera svip ţess sem höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblađsins fordćmdi í upphafi: ađ afstađa stjórnmálamanna í lýđrćđislöndum er blanda af áhugaleysi, tortryggni og fullkominni andúđ.


Ný nafnalög

Innanríkisráđuneytiđ hefur kynnt drög ađ frumvarpi til laga um breytingar á lögum um ţjóđskrá og almannaskráningu. Međ nýjum lögum er ćtlunin ađ lög um mannanöfn nr. 45/1996 falli úr gildi. Í greinargerđ ráđuneytisins međ frumvarpinu segir ađ rétt sé taliđ ađ felldar séu úr gildi takmarkanir á nafngjöf og lögđ áhersla á, ađ međ ţví sé fullorđnum einstaklingum og foreldrum barna gefiđ frelsi til ađ velja nöfn sín og barna sinna. Mannanafnanefnd yrđi lögđ niđur - enda óţörf, eins og segir í greinargerđinni.

Nöfn skulu rituđ međ bókstöfum íslenska stafrófsins. Eiginnöfn skulu vera nafnorđ, auđkennd međ stórum upphafsstaf og án greinis. Sé eiginnafn af íslenskum uppruna skal ţađ falla ađ íslensku beygingarkerfi, en ţađ er ekki skilyrđi ef um viđurkennt erlent nafn er ađ rćđa. Uppfylli nöfn ekki ţessi skilyrđi ţessarar ber Ţjóđskrá Íslands ađ hafna skráningu.

 

Endurskođun laga eđlileg

Ekki er óeđlilegt ađ lög um mannanöfn séu endurskođuđ vegna breyttra viđhorfa og breyttra ađstćđna í samfélaginu. Í greinargerđ Innanríkisráđuneytisins segir ađ á undanförnum árum hafi umrćđa um mannanafnalöggjöfina veriđ áberandi í samfélaginu, međal annars í tengslum viđ ákvarđanir Mannanafnanefndar. Hefur ţví sjónarmiđi ţví „vaxiđ ásmegin”, eins og stendur í greinargerđinni, ađ réttur manna til ađ ráđa sjálfir nöfnum sínum og barna sinna sé ríkari en hagsmunir samfélagsins af ţví ađ takmarka ţennan rétt. Í dómi Hérađsdóms Reykjavíkur 2013 hafi veriđ byggt á ţví ađ réttur manns til nafns félli undir vernd 71. greinar stjórnarskrárinnar um friđhelgi einkalífs. Ţví til stuđnings vísađi hérađsdómur til dómaframkvćmdar Mannréttindadómstóls Evrópu sem fellt hefur réttinn til nafns undir ákvćđi í Mannréttindasáttmála Evrópu, en hún sé efnislega samhljóđa 71. gr. stjórnarskrárinnar. „Af ţví leiđir ađ réttur til nafns verđi ađeins takmarkađur međ sérstakri lagaheimild ef brýna nauđsyn ber til vegna réttinda annarra annarra, sbr. 3. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu,” eins og segir orđrétt í greinargerđ Innanríkisráđuneytisins.

 

Íslensk nafngiftarhefđ

Endurskođun laga er eđlileg viđ breyttar ađstćđur og réttur einstaklinga er afar mikilsverđur. En til eru fyrirbćri sem heita hefđ, venjur, menning og málrćkt. Ţví ber í „nýjum lögum um ţjóđskrá og almannaskráningu” ađ takmarka rétt til nafns međ sérstöku ákvćđi til ţess ađ koma í veg fyrir, ađ ţúsund ára gamlar nafngiftarvenjur Íslendinga njóti réttarverndar sem eru mikilsverđur hluti af menningunni. Fela má Ţjóđskrá Íslands ađ gćta gamallar nafngiftarhefđar, enda er unnt ađ leita álits Árnastofnunar eđa Íslensku og menningarsviđs Háskóla Íslands um vafamál eđa ágreiningsmál.

Ađ lokum má benda Innanríkisráđuneytinu á norsku nafnalögin frá 2006, Lov om personnavn, navneloven. Lögin eru vel skrifuđ, sett fram á einfaldan hátt og skynsamlega haldiđ á málum. Réttindi einstaklinga - ekki síst barna - eru virt, en um leiđ er tekiđ tillit til hefđar og venju í samfélaginu.


Verđur er verkamađurinn launanna

Átök eru sífellt aukast í heiminum og verđa ef til vill ekki umflúin viđ ţá misskiptingu sem viđgengst ţegar 5% eiga 95% auđsins og ţeir ríku verđa ríkari og hinir fátćku fátćkari. Birtingarmynd ţessarar efnahagslegu misskiptingar og örbirgđar, sem fylgir í kjölfariđ, blasa viđ hverjum sem vilja sjá alla daga sem guđ gefur yfir. Ţess vegna ber öllu hugsandi, ábyrgu og viti bornu fólki ađ vinna gegn aukinni misskiptingu, gegn auknu ranglćti og stuđla ađ samfélagi sem reist er á réttlćti, virđingu og jafnrétti.

Í okkar litla landi eru mörgum mislagđar hendur um ţetta. Síđasta dćmiđ er úrskurđur Kjararáđ sem vakiđ hefur undrun og reiđi ţar sem notuđ er „gamla góđa” prósentureglan sem virđist vera réttlćtiđ sem Kjararáđ grípur til. Fyrir mörgum árum var reikningskennari fyrir norđan sem lagđi ţá spurningu fyrir nemendur sína í efsta bekk grunnskóla, hversu margir nemendur vćru 30% af bekknum. Ţegar í stađ svarađi einn hvatvís og kunnáttulítill nemandi: “Kennari. Viđ erum bara 28 í bekknum.” Ćtla mćtti ađ ţessi nemandi ađ norđan vćri nú formađur Kjararáđs.

Fullskipađ Kjararáđ virđist ekki skilja ţađ sem er ađ gerast í íslensku ţjóđfélagi ţar sem sífellt er ađ aukast launamunur ţeirra sem lćgst hafa launi og t.a.m. hásettra embćttismanna - ađ ekki sé talađ um framkvćmdastjóra og formenn í einkafyrirtćkjum. Ráđuneytisstjórar vinna gott verk og gegna mikilsverđu starfi, en međ aukinni menntun og aukinni verkaskiptingu innan ráđuneytisins er álagi og ábyrgđ af ţeim létt. Sömu sögu er ađ segja um t.a.m. skólameistara. Fyrir 50 árum höfđu skólameistarar engan ađstođarmann. Nú eru ađstođarmenn skólameistara - og rektora viđ menntaskóla og framhaldsskóla margir og verkskipting mikil.

Í lögum nr. 47 14. júní 2006 er ađ finna starfsreglur sem Alţingi setti Kjararáđi. Ţar stendur, ađ „viđ úrlausn mála skal kjararáđ gćta innbyrđis samrćmis í starfskjörum ţeim sem ţađ ákveđur og ađ ţau séu á hverjum tíma í samrćmi viđ laun í ţjóđfélaginu hjá ţeim sem sambćrilegir geta talist međ tilliti til starfa og ábyrgđar ... og ćtíđ taka tillit til almennrar ţróunar kjaramála á vinnumarkađi”. Ţetta er ekki gert í úrskurđi Kjararáđs

Međ ţví ađ nota reglu ţá, sem Kjararáđ notar - um sömu prósenttölu launahćkkana allra - endar ţetta međ ósköpum eins og allir hugsandi menn sjá. Sem dćmi má taka ađ 25% launahćkkun á 250 ţúsund króna laun eru 62.500 krónur en sama prósentuhćkkun á einnar milljón króna laun eru 250.000 krónur. Sé ţessari reglu beitt fimm ár í röđ, verđa lćgri launin orđiđ 610.352 krónur, en hćrri launin - milljón króna launin - orđin 2.442.188 krónur og mismunurinn orđinn 1.831.836 krónur í stađ 750.000 króna áđur. Ţetta gengur ekki. Vonandi setur nýtt Alţingi, sem margir binda vonir viđ, nýjar starfsreglur fyrir Kjararáđ til ađ tryggja eđlilega launaţróun á vinnumarkađi.


Fyrsta verkefni nýs forseta ađ byggja upp traust

Haft er eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, ađ fyrsta verkefni nýs forseta sé ađ byggja upp traust. Hvers vegna skyldi ţađ vera? Spyr sá sem ekki veit!


mbl.is Fyrsta verkefni ađ byggja upp traust
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stórkarlalegt valdaembćtti, öld jafnréttis - öld kvenna

Ţorgerđur Einarsdóttir, prófessor viđ stjórnmáladeild Háskóla Íslands, sagđi á ráđstefnu í Háskóla Íslands í dag, ađ í tíđ Ólafs Ragnars Grímssonar hefđi embćtti forseta Íslands orđiđ „stjórnkarlalegt valdaembćtti”. Ţetta eru eftirtektarverđ og lćrdómsrík orđ.

Ekki er síđur eftirtektarvert og lćrdómsríkt, ađ undanfarin ár tala konur í opinberum embćttum og á opinberum embćttum međ allt öđrum en „stórkarlar í valdaembćttum” um ágreiningsmál í stjórnmálum og viđskiptum. Sem dćmi er Lilja Dögg Alfređsdóttir utanríkisráđherra sem talar ţannig, ađ almenningur - viđ sauđsvartur almúginn - skiljum um hvađ er veriđ ađ tala og viđ hvađ er átt - ólíkt fyrrverandi utanríkisráđherra. Annađ dćmi er Halla Tómasdóttir forsetaframbjóđandi sem talar ţannig, ađ ekki verđur um villst, skýr í tali sínu og skýr í skođunum.

Kaflaskil eru ţví ađ verđa í stjórnmálum á Íslandi. Ungt og betur menntađ fólk gerir kröfu um annars konar umrćđu en í tíđ stjórnkarlalegra atvinnustjórnmálamanna eins og stórkarlanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Davíđs Oddssonar Ţađ eru ţví ađ verđa kaflaskil í stjórnmálum á Íslandi á öld skýlausrar kröfu um jafnrétti á öllum sviđum og fyrir alla - á öld kvenna sem hafa aliđ upp og kennt kynslóđunum í ţúsundir ára. Konur í foruystu.


Óskýr framburđur og skemmtilegar fyrirsagnir

Áberandi er hversu margir, sem koma fram í útvarpi og sjónvarpi, eru óskýrmćltir. Af mörgu er ađ taka, en ţetta á ekki síst viđ um ţá sem rćtt er viđ. Sker íţóttafólk sig nokkuđ úr, enda er ţví oft mikiđ niđri fyrir eftir sigra sína og töp. En ţulir og fréttamenn geta bćtt framburđ sinn - og raddbeitingu. Flestir ţulir og fréttamenn Ríkisútvarpsins segja /nítíu/ níutíu, /fóbotli/ fótbolti, /hannbolti/ handbolti, /kauffélag/ kaupfélag/, /dassgrá/ dagskrá, /miđkudagur/ miđvikudagur, /fossdi/ forseti, /hljósstjóri/ hljómsveitarstjóri og jafnvel /kebblíngar/ Keflvíkingar. Sams konar breytingar - brottfall - hafa orđiđ í mörgum öđrum málum. Ef til vill er ţetta ein af fjölmörgum breytingum á máli sem erfitt er ađ sporna gegn. Danir hafa t.a.m. ekki fariđ varhluta af breytingum á framburđi - og orđaforđa. Sem dćmi mćtti taka framburđ á orđinu Amager, eynni sem liggur viđ austurströnd Sjálands. Fyrrum sögđu Danir /'amager/. Nú er framburđurinn /'ama:/.

Um árabil vann ég á Fréttastofu Ríkisútvarpsins og hlustađi á fréttasendingar breska útvarpsins BBC og ţýddi og endursagđi fréttir sem álitiđ var ađ ćttu erindi viđ íslenska hlustendur. Fréttaţulir BBC voru sérlega skýrmćltir og höfđu ţćgilega rödd og sem barst vel á öldum ljósvakans. Ríkisútvarpiđ gerđi lengi kröfu um góđa rödd og góđa raddbeitingu og má nefna ţuli og fréttamenn frá fyrri tíđ sem höfđu skýran framburđ og ţćgilega rödd eins og Ţorsteinn Ö. Stephensen, Pétur Pétursson, Margrét Indriđadóttir, Jóhannes Arason, Jón Múli Árnason og Ragnheiđur Ástu Pétursdóttir.

Frásagnir - ekki síst fyrirsagnir blađa - geta veriđ skemmtilegar og skrýtnar. Í MBL s.l. fimmtudag stóđ: „Konur sólgnari í rafbíla en karlar.” Sagnasambandiđ ađ „vera sólginn í” er ađeins notađ um fćđu, t.d. „vera sólginn í bláber”. Eđlilegra hefđi ţví veriđ ađ segja : „Konur hafa meiri áhuga á rafbílum en karlar.” Eitt sinn var fyrirsögn í gamla DV um ţvera síđu: „Stóđ út á svölum og hrópađi nakin". Ef til vill hefđi veriđ eđlilegra ađ hafa ađra orđaröđ: „Stóđ nakin út á svölum og hrópađi."

Málfjólur af ţessu tagi eru ţví ekki nýjar af nálinni. Gamli, góđi Dagur, blađ okkar Akureyringa, skreytti sig stundum međ skemmtilegum og skrýtnum fyrirsögnum s.s. „Skreiđ til Nígeríu” og „Látnir ţvo bíla á nóttinni”, ađ ekki sé talađ um fyrirsögnina: „Íhaldiđ býđur fram klofiđ í Norđurlandi”. Ónefndur fréttamađur Ríkisútvarpsins vildi á sínum tíma segja frá flugslysi á Atlantshafi og orđađi ţađ ţannig: „Flugvél frá bandaríska flugfélaginu PanAm fórst norđur af Azoreyjum í gćr. Ţess er vćnst ađ allir hafi farist.” Ţarna hefđi veriđ betra ađ segja: „Flugvél frá bandaríska flugfélaginu PanAm fórst norđur af Azoreyjum í gćr. Óttast er ađ allir hafi farist,” ţví ađ sagnarsambandiđ „ţess er vćnst” er notađ í jákvćđri merkinu um ţađ sem menn vona. Ţess ber svo ađ minnast, ađ allir eiga leiđrétting orđa sinna, eins og orđtakiđ segir, og ţađ er mannlegt ađ skjátlast.


Forsetar eru sameiningartákn

Í grein í laugardagsblađi Fréttablađsins kemst Logi Bergmann ađ ţví, ađ forsetar séu ekki sameiningartákn. Ekki virđist greinarhöfundur vilja kafa djúp í ţetta mál og felur sig undir blćju gamanseminnar.

Ekki ćtla ég ađ gera hlutverki og stöđu allra forseta heimsins skil í ţessum línum. Ţađ bíđur betri tíma. Embćttisskyldur og stađa forseta eru hins vegar afar mismunandi. Einkum er stađa forseta mismunandi eftir ţví hvort í landi ţeirra er forsetarćđi eđa ţingrćđi. Allir eru forsetar heimsins ţó kallađir ţjóđhöfđingjar í landi sínu, sem á heimsmálinu ensku er kallađ ađ vera head of state, og allir eiga ţeir ađ ţjóna ţví hlutverki ađ vera höfuđfulltrúar ríkis síns (to act as the chief head of state).

Áđur en núverandi stjórnarskrá Frakklands var samţykkt í október 1958, lýsti Charles de Gaulle, fyrsti forseti fimmta lýđveldisins, hugmyndum sínum um hlutverk forseta međ ţví ađ segja, ađ ţjóđhöfđinginn, forsetinn, ćtti ađ vera tákn ţeirrar sérstöku ímyndar sem Frakkland bćri í sér - une certaine idée de la France. Í flestum lýđrćđislöndum heims er gert ráđ fyrir ţessu hinu sama: ađ forsetinn sé sameiningartákn ríkisins.


Spilling og glćpir birtast í mörgum myndum

Svik, spilling, misrétti og glćpir birtast í mörgum myndum.


mbl.is Lúxussnekkjan „A“ skođuđ nánar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband