Sundrungarvald

Enn einu sinni hefur Ólafur Ragnar Grímsson þjónað eigin lund í stað þess að þjóna grundvallarhlutverki forsetaembættisins: að vera sameiningartákn allrar þjóðarinnar og hógvær og friðflytjandi sem talar af reynslu og þekkingu.

Með því að láta orð falla í þá veru, að mesta ógn okkar tíma sé öfgafullt íslam og vandinn verði ekki leystur með barnalegri einfeldni vekur hann sundrungu og tortryggni og hefur þá gleymt fyrri orðum sínum: að hlýnun jarðar væri mesta ógn mannkyns, eins og hann sagði í sumar leið.

Ólafur Ragnar Grímsson hlýtur einnig að tala gegn betri vitund sem gamall prófessor í stjórnmálafræði, að ekki sé minnst á þekkingu sem hann á að hafa hlotið með stjórnmálastarfi sínu: í miðstjórn Framsóknarflokksins, formaður framkvæmdastjórnar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, formaður framkvæmdastjórnar og formaður Alþýðubandalagsins, fulltrúi á þingi Evrópuráðsins, ritstjóri Þjóðviljans og forseti alþjóðlegu þingmannasamtakanna Parliamentarians for Global Action, svo eitthvað sé nefnt.

Á grundvelli þessarar þekkingar ætti Ólafur Ragnar Grímsson og sem gamall jafnaðarmaður að vita að mesta ógn heimsins er misrétti, mismunun, fátækt og umkomuleysi milljóna manna og auðsöfnun í skjóli hervalds.

Fyrir áratug var gerð athugun á fjölda múslíma í Danmörku. Í ljós kom að um 200 þúsund múslímar væru búsettir í landinu. Þar af voru um 20 þúsund taldir trúaðir múslímar, þ.e.a.s. iðkuðu daglega trúarathafnir múslíma, en um 2000 - tvö þúsund - sem kalla mætti rétttrúaða múslíma - fúndamentalista. Af þessum 2000 væru innan við eitt hundrað sem talist gætu ofstækisfullir múslímar.

Ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar um múslíma eru því röng á saman hátt og ef sagt væri að mesta ógn okkar tíma sé öfgafull trú kristinna manna. Vandi heimsins verður sannarlega ekki leystur með barnalegri einfeldni og því síður með heimskulegum ummælum, óvarlegum orðum og sundrungartali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekkert "óvarlegt" við að benda á:

1) að öfgaislam er hættulegasta ógn heimsstjórnmála nú,

2) að fullkomlega óeðlilegt er að Saudi-Arabía, sem heldur uppi hörðu bókstafstrúar-islam, fái að senda hingað 100 milljónir króna til moskubyggingar

3) að Schengen-kerfið er stórgallað, hættulega hriplekt gatasigti, enda vilja Bretar ekkert með það hafa; sennilega eru þeir sammála þar meirihluta Íslendinga -- að fenginni reynslu!

Svo má vitna hér í allt aðrar tölur og staðreyndir frá Danmörku heldur en þær, sem þú ert með, Tryggvi.

Lengst skýturðu hér yfir markið, þegar þú ritar: "Ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar um múslíma eru því röng á saman hátt og ef sagt væri að mesta ógn okkar tíma sé öfgafull trú kristinna manna."

Ertu í alvöru að jafna "öfgafullri trú kristinna manna" við hina sívirku fjöldamorðshreyfingu islamista? Viltu þá gjöra svo vel að nefna dæmi, ágæti Tryggvi!

Jón Valur Jensson, 23.11.2015 kl. 16:31

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

Ólafur Ragnar Grímsson hefur enn einu sinni verið þjóð sinni að miklu gagni, með því að vekja athygli á mikilvægasta vandamáli okkar tíma. Raunar er þetta mál, sem hefur verið stórkostlegt vandamál mannkyns í 1400 ár - vandamálið er auðvitað Islam.

 

Að halda því fram að Ólafur Ragnar hafi »þjónað eigin lund« með því að taka undir herkvaðningu alls hins siðaða heims, er ótrúleg lágkúra og heimskulegur málflutningur. Er Tryggvi í alvöru að halda fram, að hryðjuverkamenn Islam hafi boðlegan málstað að verja ? Er það skoðun Tryggva, að Islam eigi málsvara á Íslandi sem ekki megi reita til reiði ? Á forseti Íslands að taka þátt í einhverskonar friðþægingu, sem sérstakir Araba-vinir telja Múslimum þóknanleg ?

 

Það verður að teljast aumt yfirklór, að tala um að Ólafur Ragnar eigi »að vita að mesta ógn heimsins er misrétti, mismunun, fátækt og umkomuleysi milljóna manna og auðsöfnun í skjóli hervalds.« Nú getur verið að Ólafur Ragnar telji þessa upptalningu rétta, en enginn hefur rétt til að krefjast þess að hann eða einhver annar hagi orðum sínum á einhvern nákvæmlega fyrirframgefinn hátt. Orðhengilsháttur kemur upp í hugann, ef verið er að gagnrýna forsetann fyrir að nota orðalagið »mesta ógn okkar tíma« yfir ógnina af Islam.

 

Tryggvi bítur höfuðið af skömminni með samjöfnuði á »öfgfullri trú Múslima« og »öfgafullri trú Kristinna«. Svona samjöfnuð hafa menn séð lengi af hálfu Múslima og meðreiðarsveina þeirra. Hefur Tryggvi ekki hugmynd um Jihad-morðæðið, sem Sunni-Islam er þekktast fyrir ? Hefur hann ekki heyrt eitthvað um villimannleg Sharia-lög ? Allur málflutningur Tryggva er hin skammarlegasta samsuða.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 23.11.2015 kl. 20:33

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þökkum forseta vorum árveknina.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.11.2015 kl. 20:40

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Gamla tuggan að væna forsetann um að þjóna eigin lund,meðan vandlætarinn brennur í skinninu af augljósri óvild.Meðan forsetinn er réttsýnn og fylgir hinum siðaða heimi.

Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2015 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband