Framtíð ferðamála á Íslandi

Fróðlegt var að lesa viðtal við Dag Eggertsson arkítekt í Fréttatímanum 10da þ.m., en Dagur hefur búið í Noregi í 30 ár og rekur arkítektastofu í Ósló og Bodö.  Eftir ferðalag um Ísland í sumar segir hann að vakning sé í gangi varðandi ferðaþjónustu á landinu en greinilega sé verið að vinna af miklum vanefnum og í miklum flýti, bygingum hróflað upp, sem stundum líta þokkalega út en eru á kolvitlausum stað, byrgja fyrir útsýni eða eru á stað sem myndar ekki nægilega góðar gönguleiðir og eru í raun að skemma landslagið.  

Dagur Eggertsson nefnir að fyrir teimur áratugum hafi norska vegagerðin hrundið af stað verkefninu „ferðamannavegir” til að skapa aðlaðandi umhverfi við vegi landsins og laða ferðamenn að minna fjölförnum svæðum og ekki síst að gera ferðalagið ánægjulegra og skapa öryggi.  Hafist var handa að skipuleggja áningarstaði, salernisaðstöðu og gera útsýnisstaði með reglulegu millibili og arkítektar og landslagsarkítektar fengnir til að túlka staðhætti og laga mannvirki að umhverfinu.  Hafi verið efnt til samkeppni víða og niðurstöður vakið athyglu vía og fengið alþjóðleg hönnunarverðlaun.

Verkefnið „ferðamannavegir” var ekki upphaflega hugsað sem fjárfesting í hönnun en vegirnir séu nú orðnir með þeim vinsælustu í Noregi og ferðamenn upplifa náttúruna og mannvirkin í náttúrunni.  Upphaflega hagfi þetta verið hjávegir yfir fjöll og hálendið’ og djúpa dali og firði og áður ókunnum stöðum gefið.  Síðan voru fleiri áningarstaðir hannaðir á fjölfarnari stöðum þar sem fólk hafði hætt lífi sínu við að taka myndir af klettum og fjöllum.  Arkítektastofa Dags Eggertssonar hefur hannað útsýnispall við stöðuvatn í Seljord í Norður Noregi en samkvæmt þjóðsögum búa í vatninu sæskrímsli, eins og þekkt er úr íslenskum þjoðsögum.  Auk þess hefur arkítektastofa Dags hannað brú með listhúsi yfir eina straumhörðustu á í Noregi þar sem njóta má veitinga um leið og nátturan er skoðuð.

Átaks er þörf - strax

Viðtalið við Dag Eggertsson er afar fróðlegt og mættum við Ísleningar – eða öllu heldur verðum við Íslendingar að læra af þessu starfi frænda okkar Norðmanna, ef okkur er einhver alvara að fá hingað til lands erlenda ferðamenn áfram og halda í þá miklu fjölgun ferðamanna sem orðið hefur – og verður lyftistöng, en þá verður ný ríkisstjórn, yfirvöld ferðamála, starfsmenn í ferðaiðnaði, sveitarfélög og landeigendur að taka höndum saman og finna færar leiðir, en hætta að tala í austur og vestur um tittlingaskít.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrir 17 árum var ég með þrjá sjónvarpsþætti úr Noregsferð og sýndi þá meðal annars nokkra ferðamannavegi í Noregi, svo sem Strynefjeldet. Einnig staði hér á landi, svo sem Kattarhrygg og gömlu vegina um Kamba og fleiri atriði til að örva ferðaþjónustu. Ræddi við erlenda sérfræðinga um nýjustu ferðaþjónustu og gildi landslags og hlaut bágt fyrir. 

Þetta var úthrópað sem áróður fyrir "eitthvað annað" en stóriðju, ég væri einn af þeim sem "væri á móti rafmagni","vildi fara aftur inn í torfkofana" og væri "á móti atvinnuuppbyggingu".

Þess var krafist að ég yrði rekinn frá sjónvarpinu, 

Ómar Ragnarsson, 12.11.2016 kl. 13:09

2 Smámynd: Tryggvi Gíslason

Man eftir þessum þáttum þínum frá Noregi, Ómar. Þú varst þar - eins og oftar í náttúruvernd og skilningi á náttúrunni - á undan öðrum. Á fimmtudaginn var haldið málþingið "356° Ferðamannastaðir" í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar. Enginn miðill gat þessarar ráðstefnu og fáir ráðamenn sóttu hana, þannig að skilningur á náttúruvernd í tengslum við ferðamannaflóðið er enn lítill.

Tryggvi Gíslason, 12.11.2016 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband