Sýnisbók íslenskrar ljóđlistar 1928 til 2018

Á nćsta ári „er öld liđin frá ţví íslenskt ríki, sjálfstćtt, frjálst og fullvalda, var á ný stofnađ međ sambandslögunum 1918”, eins og segir í ţingsályktunartillögu Alţingis 13. október 2016. Haldinn verđur hátíđarfundur á Ţingvöllum 18. júlí 2018, en ţann dag áriđ 1918 var samningnum um fullveldi Íslands lokiđ. Einnig verđur efnt til hátíđahalda 1. desember 2018 í tilefni ţessara tímamóta.

Alţingi kaus nefnd međ fulltrúum allra ţingflokka er undirbúi hátíđahöldin á nćsta ári í samrćmi viđ ţingsályktunartillöguna, ráđi framkvćmdastjóri og starfsliđ eftir ţörfum og eins og fjárveiting leyfir. Nefndinni var faliđ ađ láta taka saman rit um ađdraganda sambandslaganna og „stofna til sýningar í samvinnu viđ Árnastofnun á helstu handritum safnsins til ađ minna á grundvöll íslenskrar menningar og forsendur sjálfstćđis og fullveldis ţjóđarinnar, stuđla ađ heildarútgáfu Íslendingasagna á afmćlisárinu svo ađ fornar bókmenntir Íslendinga séu jafna öllum tiltćkar, jafnt á bók sem stafrćnu formi, og hvetja skóla til ađ beina sjónum ađ ţeim merku tímamótum sem urđu í íslensku samfélagi međ sambandslögunum áriđ 1918.”

Alţingi fól ríkisstjórn ađ gera í fjármálaáćtlun nćstu fimm ára ráđ fyrir uppbyggingu Náttúruminjasafns og undirbúa tillögu um fimm ára áćtlun uppbyggingu innviđa máltćkni fyrir íslenska tungu og fela Ţingvallanefnd ađ ljúka stefnumörkun fyrir framtíđaruppbyggingu ţjóđgarđsins á Ţingvöllum og efna til sýningar um sögu Ţingvalla og náttúrufar og efna til samkeppni um hönnun og útlit Stjórnarráđsbyggingar og skipulags á Stjórnarráđsreit.

Undirbúningsnefndin auglýsti í haust eftir „hugmyndum ađ vönduđu verkefni á dagskrá afmćlisársins” vegna fullveldisins. Hópur áhugamanna um eflingu og varđveislu íslenskrar tungu sendi nefndinni tillögu um ađ gefin yrđi út Sýnisbók íslenskrar ljóđlistar 1918 til 2018, sem hefđi ađ geyma ljóđ er birst hafa á öld íslensks fullveldis. Skyldi sýnisbókin afhent nemendum í tíunda bekk grunnskóla 1. desember 2018 um leiđ og kynning á íslenski ljóđagerđ fćri fram í hverjum skóla landsins. Sýnisbókin yrđi síđan gefin út sem skólaljóđ fyrir grunnskóla, er Ríkisútgáfa námsbóka gćfi út. Tekiđ var fram ađ til verkefnisins vćri stofnađ „til ađ styrkja íslenska tungu og vekja athygli á hinum lifandi ljóđarfi Íslendinga á öld fullveldisins, sem aldrei hefur veriđ meiri.”

Undirbúningsefndin um aldarafmćli sjálfstćđis og fullveldis Íslands svarađi tillögu áhugamanna um eflingu og varđveislu íslenskrar tungu fyrir viku og tilkynnti, ađ ekki vćri unnt ađ styđja viđ tillöguna um Sýnisbók íslenskrar ljóđlistar 1918 til 2018, enda hefđu 169 tillögur borist og sótt um rúmlega 200 milljónir króna.

Fróđlegt verđur ađ sjá, hvađa tillögur hljóta náđ fyrir augum nefndarinnar „er öld liđin frá ţví íslenskt ríki, sjálfstćtt, frjálst og fullvalda, var á ný stofnađ međ sambandslögunum 1918”, en grundvöllur íslenskrar menningar og forsenda sjálfstćđis og fullveldis ţjóđarinnar er tungumáliđ: ástkćra ylhýra máliđ, eins og Jónas Hallgrímsson segir í ljóđi sínu „Ásta”, ljóđi sem ort er til skáldgyđjunnar.

 

 • Ástkćra ylhýra máliđ

  og allri rödd fegra,

  blíđ sem ađ barni kvađ móđir

  á brjósti svanhvítu;

  móđurmáliđ mitt góđa,

  hiđ mjúka og ríka,

  orđ áttu enn eins og forđum

  mér yndiđ ađ veita.


Óvinur fólksins - frábćr sýning ţjóđleikhússins

Ţjóđleikhúsiđ sýnir nú leikrit Henriks Ibsens Óvinur fólksins í leikgerđ og ţýđingu Grétu Kristínar Ómarsdóttur og Unu Ţorleifsdóttur, sem er leikstjóri.  Er leikgerđin allverulega stytt en kemur ekki ađ sök.  Leikmynd og búninga gerđi Eva Signý Berger og tónlist og hljóđmynd Gísli Galdur Ţorgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson.

Leikritiđ heitir á norsku En folkefiende og er skrifađ áriđ 1882 og var í fyrri ţýđingu á íslensku nefnt Ţjóđníđingur.  Bandaríski rithöfundurinn Arthur Miller gerđi leikgerđ af verkinu á sjötta áratug síđustu aldar og kallađi ţađ An Enemy of the People, sem hlaut mikla athygli, enda var ţetta á tímum ofsókna í Bandaríkjunum á hendur róttćku fólki, svo kölluđum MacCarthy tímanum. 

Leikritiđ Óvinur fólksins er eitt frćgasta verk Henriks Ibsens.  Verkiđ fjallar um átök í smábć í Noregi.  Ţar hafa veriđ stofnuđ heilsuböđ sem draga ađ sér fólk víđs vegar ađ og eru böđin orđin undirstađa atvinnulífs og velmegunar í bćnum.  Hins vegar kemur í ljós ađ vatniđ í böđunum er mengađ, eitrađ, frá verksmiđju sem rekin hefur veriđ í bćnum ţrjá mannsaldra.  Bćjarstjórinn, Katrín Stokkmann, sem leikin er af Sólveigu Arnarsdóttur, vill leyna menguninni og reyna ađ finna leiđir til ţess ađ bjarga böđunum og bćjarsamfélaginu, en bróđir hennar, lćknirinn Tómas Stokkmann, sem Björn Hlynur Hallsson leikur, vill upplýsa almenning um máliđ.  Skiptist fólk í tvćr andstćđar fylkingar sem takast á, en margir skipta um skođanir og sumir oftar en einu sinni.  Einn er sá sem ekki skiptir um skođun og ţađ er lćknirinn og vísindamađurinn sem vill berjast fyrir lýđrćđi og sannleika.

Verkiđ lýsir á áhrifamikinn hátt hverjir hafa vald yfir sannleikanum og hvernig má skrumskćla lýđrćđiđ.  Lokaorđ verksins eru orđ Tómasar Stokkmanns: „Ég gerđi nýja uppgötvun. Ţegar mađur berst fyrir sannleikanum, ţarf mađur ađ standa einn.  Og sterkasti mađur heims er sá sem ţorir ađ standa einn.  Ég er sá mađur.  Ég er sterkasti mađur heims.”  Á norsku hljóđa lokaorđ Stokkmanns: „Den sterkeste mann i verden, det er han som stĺr mest alene.”

Hljóđmyndin er afar áhrifamikil og leikmyndin frábćr, sýnir hinn lokađa heim iđnađarsamfélagsins međ járnmöstrum og byggingum úr stáli.  Verkiđ kallast á viđ samtíma okkar ţar sem takast á gróđahyggja og mengun annars vegar og hins vegar krafa um valddreifingu, velsćld og mannvirđingu. 

Ţessi sýning Ţjóđleikhússins á leikritinu Óvinur fólksins er ein áhrifamesta sýning sem undirritađur hefur séđ um langan tíma og leiđir í ljós ađ óvinir fólksins í samtíma okkar eru margir.


Snjalltćki, skólastarf og íslenskt tunga

Undanfarin ár hefur mikiđ veriđ rćtt og ritađ um samskipti Íslendinga viđ snjalltćki, einkum tćki og tól á borđ viđ eldavélar, ísskápa og ekki síst bíla framtíđarinnar, sem einvörđungu muni skilja ensku í samskiptum viđ notendur. Telja sumir ţessi „enskumćlandi” snjalltćki gangi ađ íslenskri tungu dauđri. Ţótt erfitt sé ađ spá – einkum um framtíđina – er ţađ spá mín, ađ ađrir ţćttir gćtu orđiđ ţessu elsta tungumáli Evrópu ađ falli, enda hefur komiđ í ljós ađ unnt er ađ nýta tćkni sem gerir samskipti viđ snjalltćki á íslensku auđveld. Ţađ sýnir m.a. árangur íslenskra starfsmanna hjá Google eins og getiđ var um í fréttum á dögunum. 

Á netinu er vefsíđa Snjallskólans, en netfang hans er: http://www.snjallskoli.is. Ţar er ađ finna greinar og upplýsingar um ýmislegt sem hefur veriđ ađ gerast í samskiptum Íslendinga viđ snjalltćki undanfarin ár. Ritstjóri vefsíđunnar, Sveinn Tryggvason rekstrarverkfrćđingur, segir í kynningu, ađ tilgangurinn međ vefnum sé ađ safna og miđla upplýsingum til kennara og nemenda og annarra sem láta sig menntun varđa og leggja eitthvađ af mörkum í umrćđunni um skólastarf á Íslandi í von um betri menntun og betri skóla. Eitt af markmiđunum međ Snjallskólanum sé ađ stuđla ađ ţví ađ nám í skólum á Íslandi búi nemendur betur undir framtíđina, stuđla ađ betri – „snjallari“ – skólum á Íslandi, skólum sem búi nemendur undir líf og starf í lýđrćđisţjóđfélagi og frekara nám. Snjalltćki, s.s. snjallsími og spjaldtölva, hafi rutt sér til rúms á örfáum árum og hafi ţegar sett mark sitt á íslenskt samfélag. Sé rétt á málum haldiđ geti notkun snjalltćkja í skólastarfi valdiđ straumhvörfum á öllum skólastigum og haft áhrif á hvernig kennarar kenna og hvernig nemendur lćra, hvađ ţeir lćra og hvenćr ţeir lćra. Snjallskóli muni fjalla um og hvetja til umrćđu um ţessi mál. Jafnframt sé ástćđa til ađ fjalla um áhrif snjalltćkja, samfélagsmiđla og annarrar tćkniţróunar síđustu ára á félagsleg tengsl fólks, líđan nemenda og ađra ţćtti sem koma námi og kennslu viđ og eru óneitanlega hluti af skólastarfi og samvinnu heimilis og skóla.

Viđ ţetta má bćta, ađ íslensk tunga hefur aldrei stađiđ sterkar sem lifandi ţjóđtunga en nú. Undanfarna áratugi hefur veriđ ritađ um fleiri ţekkingarsviđ á íslensku en nokkru sinni. Skáldsagnagerđ, leikritun, ljóđagerđ hafa aldrei veriđ öflugri svo og kvikmyndagerđ og gerđ útvarps- og sjónvarpsţátta og nú síđast rapp á íslensku. Vandađar bćkur um fjölbreytt efni hafa veriđ gefnar út undanfarna áratugi og fleiri njóta kennslu í íslensku máli, málnotkun, bókmenntum og sögu ţjóđarinnar bćđi á Íslandi og erlendis en nokkru sinni áđur. Rannsóknir eru stundađar á íslensku máli, bókmenntum, sagfrćđi, fornleifafrćđi, félagsvísindum, mannfrćđi og heimspeki í háskólum á Íslandi og í öđrum annarra rannsóknarstofnunum. Nýyrđasmíđ er öflugri en nokkru sinni og hafa bćđi einstaklingar, stofnanir og fyrirtćki atvinnulífsins tekiđ ţátt í ţví starfi auk ţess sem Íslensk málnefnd og Íslensk málstöđ vinna mikilsvert starf.  

Ţađ er ţví annađ en fall íslenskrar tungu sem ţarf ađ óttast meira á landinu kalda.


Snjalltćki og íslensk tunga

Samskipti Íslendinga viđ snjalltćki verđa íslenskri tungu ekki ađ falli. Unnt er ađ nýta tćkni sem gerir samskiptin auđveld og einföld. Ţađ sýnir frábćrt starf íslensku starfsmanna Google sem getiđ var um í fréttum á dögunum. Ţađ eru ađrir ţćttir sem gćtu orđiđ ţessu elsta tungumáli Evrópu ađ falli.

Ţá ber ađ hafa í huga, ađ íslensk tunga hefur aldrei stađiđ sterkar sem lifandi ţjóđtunga en nú. Undanfarna áratugi hefur veriđ ritađ um fleiri ţekkingarsviđ á íslensku en nokkru sinni. Skáldsagnagerđ, leikritun, ljóđagerđ hafa aldrei veriđ öflugri svo og kvikmyndagerđ og gerđ útvarps- og sjónvarpsţátta og nú síđast rapp á íslensku.

Vandađar bćkur um fjölbreytt efni hafa veriđ gefnar út undanfarna áratugi og fleiri njóta kennslu í íslensku máli, málnotkun, bókmenntum og sögu ţjóđarinnar en áđur. Rannsóknir eru stundađar á íslensku máli, málnotkun, bókmenntum, sagfrćđi, félagsvísindum, mannfrćđi og heimspeki í skjóli háskóla á Íslandi og annarra rannsóknarstofnana.

Nýyrđasmíđ er öflugri en nokkru sinni og hafa bćđi einstaklingar, stofnanir - og fyrirtćki atvinnulífsins tekiđ ţátt í ţví málrćktarstarfi auk ţess sem Íslensk málnefnd og Íslensk málstöđ vinna mikilsvert starf.

Ţađ er ţví annađ en fall íslenskrar tungu sem ţarf ađ óttast meira á landinu kalda.

 


Skólar á nýrri öld

Enn hafa umrćđur orđiđ um styttingu náms í framhaldsskólum. Sýnist ţar sitt hverjum, eins og eđlilegt er, en málefnaleg skođanaskipti eru undirstađa framfara í lýđrćđislandi. Ţađ sem hins vegar hefur einkennt ţessar róttćku breytingar, er ađ menntamálayfirvöld hafa lítiđ rćtt breytingarnar og lítiđ samráđ haft viđ skólana – skólastjóra og kennara – ađ ekki sé talađ um nemendur og foreldra.

Skólanám

Eins og lesendur ţekkja, eru fjögur skólastig í landinu: leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar. Hér verđur einkum rćtt um framhaldsskólastigiđ, ţótt flest sem hér er sagt eigi viđ öll skólastigin fjögur.

Framhaldsskólar eru nú 37 talsins, ţar af sjö „viđurkenndir einkaskólar”, eins og ţađ er orđađ. Öllum ţessum framhaldsskólum er samkvćmt lögum ćtlađ ađ stuđla ađ alhliđa ţroska nemenda og virkri ţátttöku í lýđrćđisţjóđfélagi međ ţví ađ bjóđa hverjum einum nám viđ hćfi og búa nemendur undir ţátttöku í atvinnulífinu og frekara nám.

Nám í framhaldsskólunum er margbreytilegt og skólarnir af ţeim sökum afar ólíkir. Skipta má framhaldsskólunum 37 í tvo meginhópa. Annars vegar eru bóknámsskólar, sem bera allir nafniđ menntaskóli og hafa ađ meginhlutverki ađ búa nemendur undir sérhćft háskólanám. Hins vegar eru fjölbrautaskólar sem bjóđa upp á un fjölbreyttara nám, bćđi á bóknámsbrautum, listnámsbrautum og verknámsbrautum, s.s. málabraut, húsasmiđabraut, rafvirkjabraut, sjúkraliđabraut, snyrtibraut, tölvubraut og íţróttabraut. 

Ljóst er af ţessu ađ íslenskum framhaldsskólanemendum gefst kostur á ađ velja ólíkar námsleiđir sem veita undirbúning og réttindi á sviđi almenns náms, listnáms, bóknáms og starfsnáms. Ţá lýkur náminu međ mismunandi námsgráđum, svo sem framhaldsskólaprófi, prófi til starfsréttinda, stúdentsprófi og iđnmeistaraprófi. Lýsingar á námsbrautum framhaldsskólastigi taka miđ af ţessum fjölbreytileika og ţurfa ađ mćta kröfum annarra skólastiga og atvinnulífsins, auk ţess ađ stuđla ađ alhliđa ţroska nemenda og virkri ţátttöku í lýđrćđisţjóđfélagi

Kröfur til framhaldsskóla

Miklu skiptir ađ framhaldsskólar uppfylli ţrjár kröfur. Í fyrsta lagi ađ láta nemendum líđa vel, sem er algert grundvallarskilyrđi.  Í öđru lagi ađ koma nemendum til ţroska og búa ţá undir líf og starf í lýđrćđisţjóđfélagi. Í ţriđja lagi ber skólunum í upphafi nýrrar aldar ađ nýta tćkni og ţekkingu viđ kennslu og nám.  Einkum ber ađ gera nemendum kleift ađ nota samskiptatćkni, sem stöđugt fleygir fram, til ţess ađ afla sér ţekkingar. Međ ţví eru nemendur gerđir ábyrgir fyrir námi sínu, en eru ekki undir smásjá „heyrara” – kennara sem kanna hvort nemandinn hafi lesiđ heima en kenna minna. 

Fyrir hálfri öld sagđi nemandi viđ Menntaskólann á Akureyri ađ „heimanám ćtti ekki ađ ţekkjast í betri skólum”.  Međ ţví átti hann viđ ađ líta bćri á skólanám sem vinnu nemenda sem lyki á eđlilegum vinnutíma en námiđ hengi ekki yfir ţeim allan sólarhringinn, ţví ađ nemendur í framhaldsskólum vildu og vilja flestir geta sinnt öđru en náminu einu, s.s. hollu tómstundastarfi, íţróttum og listum.

Ný öld

Međ nýrri tćkni á nýrri öld breytast skólarnir.  Ekki síst breytist starf kennara og vinna nemenda. Stjórnvöld ţurfa nú ađ gera áćtlun um framtíđ skólanna, bćđi leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla –og háskóla. Samrćđa ţarf ađ hefjast milli ţeirra sem eiga hlut ađ máli: kennara, skólastjóra, nemenda, foreldra, ríkis og sveitarfélaga, ţannig ađ ný áćtlun um nýtt skólakerfi á nýrri öld liggi fyrir innan fimm ára. Áćtlun međ skýr markmiđ er nauđsyn til ţess ađ tryggja samfellu í menntakerfi landsins og efla bćđi bókmenntun og verkmenntun í landinu.

 


Íslensk örnefni

Sögu lands – og ţjóđar má lesa úr örnefnum sem mörg lýsa stađháttum, landslagi eđa viđhorfi til landsins. Til ţess ađ benda dćmi má nefna örnefniđ Mýrar sem lýsir stađháttum, örnefniđ Hólar lýsir landslagi og Kaldakinn lýsir viđhorfi fólks ađ kalt sé í Kaldakinn ţar sem kaldinn blćs.

Í mörgum örnefnum eru bundin dýranöfn. Nefna má Álftavatn, Galtafell, Geldingahol, Grísará, Hrafnagil, Kálfafell, Kríunes, Lómagnúpur og Sauđafell. Til eru tvö fjöll sem bera nafniđ Hestfjall eđa Hestur: Hestur eđa Hestfjall í Borgarfirđi og Hestfjall í Grímsnesi. Sennilegt er ađ tindar upp úr fjöllunum, sem minna á hestseyru, gefi fjöllunum nafn.  Örnefniđ Fiskilćkur kemur víđa fyrir: í Melasveit bćđi sem bćjarnafn og nafn á lćk sem rennur í Hítará, í Norđurárdal, í Blöndudal, lćkur sem rennur úr Friđmundarstađavatni  í Gilsvatn, Fiskilćkur í Kaupvangssveit í Eyjafirđi, skammt innan viđ Kaupang, Fiskilćkur skammt frá Helluvađi í Mývatnssveit, Fiskilćkur í Hróarstungu sem rennur í Gljúfravatn, Fiskilćkur í Eiđaţinghá sem rennur úr Eiđavatni í Vífilsstađaflóa og Fiskilćkur í Suđursveit norđan viđ Breiđabólstađarlón. Auđvelt er ađ kynna sér örnefni á landinu, margbreytileika ţeirra og legu í hinum mikla ÍSLANDSATLAS sem fyrst kom út 2005. Ţá er auđvelt ađ leita ađ örnefnum á heimsíđu Landmćlinga Íslands, www.lmi.is.

Einn ţáttur í rannsóknum á örnefnum eru örnefnasagnir, sagnir sem eiga rćtur ađ rekja til skilnings og túlkunar almenning á örnefnum.  Eitt af mörgum dćmum um örnefnasögn er frásaga í Landnámu af Faxa, suđureyskum manni, sem var međ Flóka Vilgerđarsyni á skipi. Hafa menn viljađ  tengja örnefniđ Faxaflói viđ Faxa hinn suđureyska.  Í Noregi eru allmörg „faxa” örnefni sem öll eru skýrđ á ţann hátt ađ um sé ađ rćđa eitthvađ „skummande”, ţ.e. hvítfext. Ţeir sem búa viđ Faxaflóa ţekkja ađ hann er oft hvítfyssandi eins í sunnan, suđaustan og suđvestan áttum.

Í Haukdćla ţćtti í Sturlungu er frásögn um Ketilbjörn hinn gamla er lenti skipi sínu Elliđa í ósum ţeirra áa sem síđan heita Elliđaár. Helga kona Ketilbjarnar var dóttir Ţórđar skeggja landnámsmanns á Skeggjastöđum í Mosfellssveit og höfđu ţau ţar vetursetu fyrsta veturinn. Um voriđ hélt Ketilbjörn í leiđangur austur yfir Mosfellsheiđi og reisti skála ţar sem síđan heitir Skálabrekka viđ Ţingvallavatn. Ţegar ţeir voru ţađan skammt farnir, komu ţeir ađ ísilagđri á, hjuggu á vök í ísinn en misstu öxi sína í ána og kölluđu hana af ţví Öxará.  

Öxarár eru tvćr á landinu auk Öxarár viđ Ţingvöll: í Bárđardal, skammt sunnar viđ Hriflu og rennur áin í Skjálfandafljót; í öđru lagi Öxará viđ Ódáđavötn í Suđurdal, inn af Skriđdal. Árheiti eru víđa dregin af nöfnum húsdýra, s.s. Geitá, Kálfá, Kiđá, Lambá og Nautá.  Er sú skýring talin líkleg, ađ húsdýr veriđ rekin ađ ánum til beitar og árnar veriđ eins konar vörslugerđi um beitarhólf.  Međ ţetta í huga taldi Ţórhallur Vilmundarson prófessor ađ skýra mćtti nafniđ Öxará sem hnikun úr orđmynd­inni *Öxaá, sem í framburđi varđ Öxará og frá ţessari framburđarmynd vćri örnefnasögnin runnin.

 


Prins Henrik og Danmark

Det var en stor oplevelse for mig som en islandsk royalist, fřdt under kong Christian den X, i gĺr at se DRs „direkte” genudsendelse af prinsesse Margrethe og greve Henri de Monpezats bryllup den 10. juni 1967. Ikke mindst var det indtagende at se tronfřlgerens kćrlighed til den smukke grev, der lyste fra hendes řjne og i hendes smil. 

Det har derimod lćnge undret mig pĺ hvilken mĺde mange af mine danske venner i tidens lřb har snakket om Hans Kongelige Hřjhed Prins Henriks danske sprog. Min medlidenhed har en smule med at gřre, at han og jeg har tre ting til fćlles. For det fřrste er vi begge to fřdt pĺ „fandens fřdselsdag” den 11. juni. For det andet har vi vćret gift i over 50 ĺr med vores egne Margrethe, han med Danmarks tronfřlger, nuvćrende dronning af Danmark, jeg med min Eggertsdóttir, mor til seks břrn. For det tredje har vi begge to mĺttet opleve at vćre „fremmedarbejdere” i kongeriget Danmark, greve Henri de Monpezat som „ansat” i et halvt ĺrhundrede i det danske kongehus, jeg tjenende i fire ĺr som leder i afdeling for uddannelse og kultur i Nordisk Ministerrĺds Sekretariat.

De fire ĺr i Křbenhavn – og mange gange siden – har jeg hřrt dem som har dansk som modersmĺl, snakke om hvor dĺrlig dansk grev Henri de Monpezat taler og hvor dĺrligt sprogřre han har. Da har jeg funderet over hvor godt fransk eller islandsk de taler. Dette blev jeg mindet om da jeg i gĺr hřrte DRs kvindelige TV vćrt nćvne navnet pĺ Islands prćsident i ĺr 1967, Ásgeir Ásgeirsson, som sandelig er et vanskelig navn at udtale hvor det forekommer lange diftonger og tryk pĺ fřrste stavelse. Ingen Islćnding ville have forstĺet TV vćrtindens udtale af prćsidentens navn. Man skal ikke kaste sten i et glasshus. Og greve Henri de Monpezat har gjort alt hvad han kunne for at tjene det dejlige Danmark.

 

Reykjavík, 11.juni 2017

Tryggvi Gíslason

 

Snet til Berlingske og Jyllandsposten


Framtíđ íslenskrar tungu

Undanfariđ hefur allmikiđ veriđ rćtt og ritađ um ensk heiti íslenskra fyrirtćkja. Ástćđan er sú, ađ síđara hluta maímánađar tók Flugfélag Íslands upp nafniđ Air Iceland Connect. Um árabil notađi félagiđ nafniđ Air Iceland, en međ ţví ađ bćta viđ orđinu Connect sýnum viđ tengingu viđ íslenska náttúru og erlenda áfangastađi á borđ viđ Grćnland, Skotland og Norđur-Írland. Ţetta er lýsandi nafn og viđ erum sannfćrđ um ađ ţetta muni leiđa til sterkara vörumerkis á alţjóđamarkađi, eins og haft er eftir Árna Gunnarssyni, framkvćmdastjóra Air Iceland Connect.

 

Samkeppni á alţjóđa  markađi

Naumast ţarf ađ fara í grafgötur um, ađ íslensk fyrirtćkni og stofnanir taka aukinn ţátt í samkeppni á alţjóđamarkađi ţar sem tungumáliđ er enska. Ekkert óeđlilegt er ađ íslensk fyrirtćki á alţjóđamarkađi noti ensk heiti til ţess ađ vekja á sér athygli. Leyfi ég mér ađ fullyrđa, ađ ensk heiti á íslenskum fyrirtćkjum ógna ekki framtíđ íslenskrar tungu, eins og ţráfaldlega er gefiđ í skyn. Ađrir ţćttir vega ţar ţyngra svo sem minnkandi bóklestur ungs fólks, tölvuleikir á ensku sem valda ţví ađ börn og unglingar tala orđiđ ensku sín á milli. Afstađa stjórnvalda til menntamála og léleg kjör kennara er mun meiri ógn viđ íslenska tungu en ensk heiti á íslenskum fyrirtćkjum. Jafnvel óskýr framburđur, sem vinnur gegn gagnsći málsins og getur breytt málkerfinu, veldur meiri hćttu en Air Iceland Connect. Röng notkun orđa og orđatiltćkja og orđfćđ er miklu alvarlegri ógn viđ framtíđ tungunnar en Air Iceland Connect. Lítill skilningur ákveđins hóps Íslendinga á málrćkt er einnig ógn viđ framtíđ íslenskrar tungu, en hafa ber í huga ađ ţađ er vegna íslenskrar  tungu erum viđ sjálfstćđ ţjóđ í eigin landi.

 

Dómsdagsspá

Lengi hefur veriđ efast um gildi íslenskrar tungu og henni spáđ dauđa. Áriđ 1754 kom út í Kaupmannahöfn ritiđ TYRO JURIS edur Barn í Lögum eftir Svein lögmann Sölvason. Ţar segir hann, ađ heppilegra sé ađ nota orđ úr dönsku en íslensku ţegar ritađ er um lögfrćđi á íslensku. Bjarni Jónsson, rektor Skálholtsskóla, lagđi til í bréfi til Landsnefndarinnar fyrri áriđ 1771 ađ íslenska yrđi lögđ niđur og danska tekin upp eđa međ hans orđum – á dönsku: „Jeg anseer det ikke alene unyttigt men og desuden meget skadeligt, at man skal beholde det islandske Sprog.” Í upphafi velmektardaga frjálshyggju í lok síđustu aldar var lagt til ađ íslenska yrđi lögđ niđur og enska tekin upp í stađinn.

 

Sterk stađa íslenskrar tungu

Ţrátt fyrir ţetta er raunin sú, ađ íslensk tunga hefur aldrei stađiđ sterkar sem lifandi ţjóđtunga en nú. Á ţetta m.a. rćtur ađ rekja til ţess, ađ máliđ hefur veriđ sveigt ađ nýjum viđfangsefnum og breyttu menningarumahverfi. Ritun skáldsagna og leikrita, ljóđagerđ og vísnasöngur og vönduđ bókaútgáfu hefur aldrei veriđ öflugri en undanfarna áratugi og nýstárlega auglýsingagerđ í útvarpi og sjónvarpi hafa auđgađ tunguna ţar sem orđiđ hafa til orđaleikir og íslensk fyndni sem áđur voru óţekktir í málinu – ađ ógleymdu rappi á íslensku. Engu ađ síđur eru ýmis viđgangsefni sem bíđa úrlausnar svo sem notkun íslensku í stafrćnu umhverfi.

Flest bendir ţví til, ađ íslenska, ţetta forna beygingarmál, geti áfram gegnt hlutverki sínu sem félagslegt tjáningartćki í fjölţćttu samfélagi nútímans. Hins vegar hefđi mátt finna betra enskt nafn á Flugfélag Íslands en Air Iceland Connect.

 


Strútskýring, málrćkt og mannlegt mál

Gamlir málrćktarmenn, nemendur Halldórs Halldórssonar, prófessors viđ Háskóla Íslands fyrir hálfri öld og kennara viđ MA á sínum tíma, sem einnig nutum leiđsagnar Árna Kristjánssonar frá Finnasstöđum í Kaldakinn og Gísla Jónsssonar frá Hof í Svarfđaradal í Menntaskólanum á Akureyri, höfum áhyggjur af framtíđ íslenskrar tungu, ekki síst eftir ađ nemendur í grunnskóla eru farnir ađ tala saman á ensku, eins og Morgunblađiđ greinir frá í vikunni. Mannlegt mál er félagslegt tjáningartćki sem viđ notum til ţess ađ koma til skila hugsun og hugmyndum okkar. Ef sumir ţegnar málsamfélagsins taka ađ tala annađ tungumál, verđur hins vegar rof sem skiptir ţessu fámenna samfélagi í hópa eftir tungumáli – og ţá er illt í efni.

Nú er ţví ţörf á almennri umrćđu um íslenska málrćkt og íslenska málvernd á svipađan hátt og á 19du öld, ţegar Fjölnismenn međ Jónas Hallgrímsson og Konráđ Gíslason í broddi fylkingar hrundu af stađ endurreisnarstarfi íslenskrar tungu, m.a. međ nýyrđasmíđ sem átti sér fyrirmynd í ţýđingum á miđöldum og starfi Guđbrands Hólabiskups og Arngríms lćrđa á 16du og 17 öld. Enn er áhugi á nýyrđasmíđ lifandi og enn gera orđvísir menn – konur og karlar – ný orđ til ţess ađ koma til móts viđ ţarfir samfélags sem sífellt er ađ breytast, samfélags í sífelldri ţróun, ellegar nýyrđin eru til ţess gerđ ađ bregđa ljósi á samfélag sem verđur stöđugt flóknara og ógagnsćrra.

Guđmundur Andri Thorson rithöfundur, ćttađur úr Bótinni á Akureyri, skrifar vikulega ţátt í Fréttablađiđ ţar sem hann fjallar um málefni líđandi stundar. Fyrra mánudag skrifađi hann um hina sigri hrósandi vanţekkingu og segir, ađ međ allsherjartengingu hins netvćdda mannkyns fái fávísin rödd og rými sem aldrei fyrr – og í kjölfariđ virđingu. Međ ţessu móti breiđist hin sigri hrósandi vanţekking út međ ógnarhrađa sem sé áberandi í umrćđunni um loftslagsvandann ţar sem framtíđarsýnin er svo ógnvćnleg ađ mörgum reynist um megn ađ horfast i augu viđ vandann en reyna ađ drepa málum á dreif međ útúrsnúningum og afneitun. „Ţessa iđju mćtti kalla strútskýringar međ vísan til hins snjalla nýyrđis „hrútskýring”, sem er ţýđing Hallgríms Halgasonar á enska orđinu „mansplaining” og vísar til áráttu karlmanna til ađ ţagga niđur í konum međ yfirlćtislegum útskýringum á hlutum sem ţćr ţekkja iđulega betur til en hrútskýrandinn. Strútskýringar snúast um ólíkar ađferđir afneitunarsinna viđ ađ stinga höfđingu í sandinn.” Ţannig kemst Guđmundur Andri Thorsson ađ orđi og er nýyrđi hans – strútsskýring – skemmtilegt orđ og lýsandi.

Sagt er ađ Sigurđur Nordal hafi notađ orđiđ kjalfróđur um menn sem ţekktu nöfn á bókarkjölum en vissu lítiđ um efni eđa innihald bókanna. Orđiđ kjalfróđur kemur fyrst fyrir á prenti í tímaritinu Múlaţingi áriđ 1981 og síđan í Tímariti Máls og menningar 1988. Hins vegar hefur ţetta nýyrđi enn ekki komist á orđabćkur. Hvenćr má ţá búast viđ ađ nýyrđiđ strútskýring, sem fyrst sá dagsins ljós í Fréttablađinu mánudaginn 13.mars 2017, komist á orđabók?


Frábćr rćđa forsetafrúarinnar á konudaginn

Á konudaginn, síđast liđinn sunnudag 19da febrúar, flutti forsetafrú Íslands, frú Eliza Reid, rćđu viđ guđsţjónustu í Vídalínskirkju í Garđabć og var guđsţjónustunni útvarpađ. Rćđa forsetafrúarinnar var međ bestu rćđum sem ég hef heyrt og hef ég ţó heyrt margar góđar rćđur um dagana.

Rćđan var efnismikil, einlćg og skemmtileg međ lćrdómsríkum samlíkingum og ábendingum sem bćđi konur og karlar geta lćrt mikiđ af. Hins vegar hef ég hvergi séđ minnst einu orđi á ţessa merku rćđu sem enn má hlusta á í Sarpinum: http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/gudsthjonusta-i-vidalinskirkju/20170219.

Ţá er hćgt ađ lesa rćđuna á: http://forseti.is/media/1738/2017_02_19_er_vidalinskirkja.pdf. Vil ég benda hugsandi fólki á ađ hlusta á eđa lesa rćđu forsetafrúar Íslands, frú Elizu Reid.

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband