Strútskýring, málrćkt og mannlegt mál

Gamlir málrćktarmenn, nemendur Halldórs Halldórssonar, prófessors viđ Háskóla Íslands fyrir hálfri öld og kennara viđ MA á sínum tíma, sem einnig nutum leiđsagnar Árna Kristjánssonar frá Finnasstöđum í Kaldakinn og Gísla Jónsssonar frá Hof í Svarfđaradal í Menntaskólanum á Akureyri, höfum áhyggjur af framtíđ íslenskrar tungu, ekki síst eftir ađ nemendur í grunnskóla eru farnir ađ tala saman á ensku, eins og Morgunblađiđ greinir frá í vikunni. Mannlegt mál er félagslegt tjáningartćki sem viđ notum til ţess ađ koma til skila hugsun og hugmyndum okkar. Ef sumir ţegnar málsamfélagsins taka ađ tala annađ tungumál, verđur hins vegar rof sem skiptir ţessu fámenna samfélagi í hópa eftir tungumáli – og ţá er illt í efni.

Nú er ţví ţörf á almennri umrćđu um íslenska málrćkt og íslenska málvernd á svipađan hátt og á 19du öld, ţegar Fjölnismenn međ Jónas Hallgrímsson og Konráđ Gíslason í broddi fylkingar hrundu af stađ endurreisnarstarfi íslenskrar tungu, m.a. međ nýyrđasmíđ sem átti sér fyrirmynd í ţýđingum á miđöldum og starfi Guđbrands Hólabiskups og Arngríms lćrđa á 16du og 17 öld. Enn er áhugi á nýyrđasmíđ lifandi og enn gera orđvísir menn – konur og karlar – ný orđ til ţess ađ koma til móts viđ ţarfir samfélags sem sífellt er ađ breytast, samfélags í sífelldri ţróun, ellegar nýyrđin eru til ţess gerđ ađ bregđa ljósi á samfélag sem verđur stöđugt flóknara og ógagnsćrra.

Guđmundur Andri Thorson rithöfundur, ćttađur úr Bótinni á Akureyri, skrifar vikulega ţátt í Fréttablađiđ ţar sem hann fjallar um málefni líđandi stundar. Fyrra mánudag skrifađi hann um hina sigri hrósandi vanţekkingu og segir, ađ međ allsherjartengingu hins netvćdda mannkyns fái fávísin rödd og rými sem aldrei fyrr – og í kjölfariđ virđingu. Međ ţessu móti breiđist hin sigri hrósandi vanţekking út međ ógnarhrađa sem sé áberandi í umrćđunni um loftslagsvandann ţar sem framtíđarsýnin er svo ógnvćnleg ađ mörgum reynist um megn ađ horfast i augu viđ vandann en reyna ađ drepa málum á dreif međ útúrsnúningum og afneitun. „Ţessa iđju mćtti kalla strútskýringar međ vísan til hins snjalla nýyrđis „hrútskýring”, sem er ţýđing Hallgríms Halgasonar á enska orđinu „mansplaining” og vísar til áráttu karlmanna til ađ ţagga niđur í konum međ yfirlćtislegum útskýringum á hlutum sem ţćr ţekkja iđulega betur til en hrútskýrandinn. Strútskýringar snúast um ólíkar ađferđir afneitunarsinna viđ ađ stinga höfđingu í sandinn.” Ţannig kemst Guđmundur Andri Thorsson ađ orđi og er nýyrđi hans – strútsskýring – skemmtilegt orđ og lýsandi.

Sagt er ađ Sigurđur Nordal hafi notađ orđiđ kjalfróđur um menn sem ţekktu nöfn á bókarkjölum en vissu lítiđ um efni eđa innihald bókanna. Orđiđ kjalfróđur kemur fyrst fyrir á prenti í tímaritinu Múlaţingi áriđ 1981 og síđan í Tímariti Máls og menningar 1988. Hins vegar hefur ţetta nýyrđi enn ekki komist á orđabćkur. Hvenćr má ţá búast viđ ađ nýyrđiđ strútskýring, sem fyrst sá dagsins ljós í Fréttablađinu mánudaginn 13.mars 2017, komist á orđabók?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband