Íslendingar - íslensk tunga

Á degi íslenskrar tungu á því herrans ári 2009, árið eftir hrunið mikla, degi eftir "þjóðþing Íslendinga", er ástæða til þess að huga að því, hvað gerir þessa undarlegu, sundruðu og sundurleitu þjóð að Íslendingum.

Það er ekki vonin um réttlæti og heiðarleika, ekki þrá eftir ást, heldur ekki landið sem við byggjum og alls ekki sagan í þúsund ár, því að von um réttlæti og heiðarleika, þrá eftir ást og umhyggju - og land, sem fylgir fólki alla ævi, er sameign allra - jafnvel þeirra sem eiga sér enga sögu. 

Það sem gerir okkur að Íslendingum er tungumálið sem við tölum - íslensk tunga - þetta undarlega, ævaforna mál sem geymir minningar í þúsund ár, geymir trú og vonir, heift og ást, örlög og refsidóma - "ástkæra ylhýra málið" sem Jónas nefndi svo fagurlega.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband