Sundrungarvald

Enn einu sinni hefur Ólafur Ragnar Grímsson ţjónađ eigin lund í stađ ţess ađ ţjóna grundvallarhlutverki forsetaembćttisins: ađ vera sameiningartákn allrar ţjóđarinnar og hógvćr og friđflytjandi sem talar af reynslu og ţekkingu.

Međ ţví ađ láta orđ falla í ţá veru, ađ mesta ógn okkar tíma sé öfgafullt íslam og vandinn verđi ekki leystur međ barnalegri einfeldni vekur hann sundrungu og tortryggni og hefur ţá gleymt fyrri orđum sínum: ađ hlýnun jarđar vćri mesta ógn mannkyns, eins og hann sagđi í sumar leiđ.

Ólafur Ragnar Grímsson hlýtur einnig ađ tala gegn betri vitund sem gamall prófessor í stjórnmálafrćđi, ađ ekki sé minnst á ţekkingu sem hann á ađ hafa hlotiđ međ stjórnmálastarfi sínu: í miđstjórn Framsóknarflokksins, formađur framkvćmdastjórnar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, formađur framkvćmdastjórnar og formađur Alţýđubandalagsins, fulltrúi á ţingi Evrópuráđsins, ritstjóri Ţjóđviljans og forseti alţjóđlegu ţingmannasamtakanna Parliamentarians for Global Action, svo eitthvađ sé nefnt.

Á grundvelli ţessarar ţekkingar ćtti Ólafur Ragnar Grímsson og sem gamall jafnađarmađur ađ vita ađ mesta ógn heimsins er misrétti, mismunun, fátćkt og umkomuleysi milljóna manna og auđsöfnun í skjóli hervalds.

Fyrir áratug var gerđ athugun á fjölda múslíma í Danmörku. Í ljós kom ađ um 200 ţúsund múslímar vćru búsettir í landinu. Ţar af voru um 20 ţúsund taldir trúađir múslímar, ţ.e.a.s. iđkuđu daglega trúarathafnir múslíma, en um 2000 - tvö ţúsund - sem kalla mćtti rétttrúađa múslíma - fúndamentalista. Af ţessum 2000 vćru innan viđ eitt hundrađ sem talist gćtu ofstćkisfullir múslímar.

Ummćli Ólafs Ragnars Grímssonar um múslíma eru ţví röng á saman hátt og ef sagt vćri ađ mesta ógn okkar tíma sé öfgafull trú kristinna manna. Vandi heimsins verđur sannarlega ekki leystur međ barnalegri einfeldni og ţví síđur međ heimskulegum ummćlum, óvarlegum orđum og sundrungartali.


Myndin af Jónasi Hallgrímssyni

Höfuđ Jónasar í gulu

Dagur íslenskrar tungu er tengdur nafni Jónasar Hallgrímssonar, listaskáldsins góđa, fyrsta nútímaskálds Íslendinga sem fann fegurđ íslenskrar náttúru og sameinađi íslenska ljóđhefđ og erlenda kveđskaparlist.

 

Jónas Hallgrímsson dó 26. maí 1845 á Friđriksspítala í Kaupmannahöfn. Áriđ eftir birtist í Nýjum félagsritum kvćđi, níu erindi undir ferskeyttum hćtti, eftir Grím Thomsen frá Bessastöđum á Álftanesi. Kvćđiđ nefndi Grímur einfaldlega Jónas Hallgrímsson. Tvö lokaerindi kvćđisins hljóđa ţannig: 

 

 

 

 

 

 

Íslands varstu óskabarn,

úr ţess fađmi tekinn,

og út á lífsins eyđihjarn

örlagasvipum rekinn. 

 

Langt frá ţinni feđra fold,

fóstru ţinna ljóđa,

ertu nú lagđur lágt í mold,

listaskáldiđ góđa.

Taliđ var ađ engin mynd hefđi veriđ gerđ af Jónasi Hallgrímssyni í lifanda lífi. Sú mynd sem notast er viđ, er vangamynd sem birtist framan viđ Ljóđmćli og önnur rit eptir Jónas Hallgrímsson sem Hiđ íslenska bókmenntafélag gaf út í Kaupmannahöfn 1883. Myndin er steinprent gerđ af ónefndum starfsmanni í prentverki Hoffensberg & Traps Etablissement, ţar sem ljóđmćlin voru prentuđ.

Steinprentiđ er hins vegar gert eftir ljósmynd af teikningu sem Sigurđur málari dró upp áriđ 1860 og varđveitt er í Ljósmyndasafni Íslands. Myndina gerđi Sigurđur eftir blýantsteikningu, vangamynd, sem séra Helgi Sigurđsson á Melum i Melasveit dró upp af Jónasi ţar sem hann lá á líkbörum á Friđriksspítala í maí 1845.

Frá blýantsteikningu séra Helga til steinprentsins frá árinu 1883 er ţví löng leiđ og milliliđir tveir: teikning Sigurđar málara og ljósmynd af ţeirri teikningu. Ţess er ţví varla ađ vćnta ađ myndin, sem viđ höfum fyrir augunum, sé lík manninum Jónasi Hallgrímsyni eins og hann var í lifanda lífi, enda sögđu frćndur hans í Eyjafirđi steinprentiđ framan viđ ljóđmćlin 1883 minna lítiđ á hann og „veriđ á móti myndinni”.

En til er önnur teikning eftir séra Helga af Jónasi sem gerđ er međ myndvarpa ţess tíma, Camera lucida sem notuđ var sem ljósmyndavél, enda séra Helgi fyrsti menntađi ljósmyndari Íslendinga. Myndin er sennilega gerđ daginn áđur en Jónas lést og ljóst ađ hún ber svipmót lifandi manns - er af lifandi manni.

Ţađ er ţví kominn tími til á 170. ártíđ Jónasar Hallgrímssonar ađ fariđ sé ađ nota myndina sem gerđ var af honum lifandi til ţess ađ sýna ađ hann lifir enn.

 


Tímarnir breytast og tungumálin međ

„Tímarnir breytast og mennirnir međ,” segir gamall málsháttur. Hér í ţessum ţćtti fćri betur á ţví ađ segja ađ tungumálin breytist og mennirnir međ - eđa ef til vill öllu heldur: tímarnir breytast og tungumálin međ.

Undanfariđ hafa orđiđ umrćđur í fjölmiđlum um uppruna og stöđu íslenskrar tungu. Uppruni málsins er ljós. Íslenska er upphaflega tungumál norskra landnámsmanna og fram um 1300 var lítill sem enginn munur á máli ţví, sem talađ var á Íslandi, og ţví sem talađ var í Noregi, enda benda heimildir til ađ íbúar ţessara landa hafi notađ máliđ í samskiptum sín á milli, jafnvel fram um 1600.

Í formála Heimskringlu kallar Snorri Sturluson máliđ, sem talađ var á Norđurlöndum, danska tungu. Síđar á miđöldum var ţađ nefnt norrćna. Nú kalla Norđmenn gamla máliđ sitt gammel norsk á bókmáli eđa gamal norsk á nýnorsku, sem er hitt opinbera máliđ í Noregi. Íslendingar kalla mál Norđmanna fornnorsku og á enskri tungu er ţetta mál kallađ Old Norse, svo kćrt barn hefur mörg nöfn. Uppruninn er ţví ljós svo og ţróun málanna gegnum tíđina.

Nokkur ágreiningur og óvissa ríkir hins vegar um stöđu íslenskrar tungu og framtíđ hennar. Í ţessum ţáttum hefur ţví veriđ haldiđ fram ađ íslenskt tunga hafi aldrei stađiđ sterkar en nú, enda ţótt íslenska hafi breyst í tímans rás, ţví ađ tímarnir breytast og tungumálin međ. Ađrir telja ađ tungan sé í hćttu vegna nýrrar samskiptatćkni ţar sem allt fer fram á ensku.

Síđast liđinn vetur lagđi ég könnun fyrir nemendur í nokkrum grunnskólum og nokkrum framhaldsskólum, bćđi á höfuđborgarsvćđinu og úti á landi. Ţar var m.a. spurt um afstöđu nemenda til málrćktar og málverndar. Svör nemendanna benda til ţess ađ munur sé á afstöđunni eftir skólum og mikill munur á afstöđu grunnskólanemenda annars vegar og nemenda í framhaldsskólunum hins vegar til málrćktar og málverndar. Nemendur viđast öđlast aukinn skilning og fá meiri áhuga á stöđu tungumálsins og mikilvćgi málrćktar eftir ţví sem ţeir verđa eldri, sem af ýmsum ástćđum verđur ađ teljast eđlilegt. Auk ţess kom fram mikill munur á skilningi og afstöđu nemenda eftir áhugamálum, sem um var spurt í könnuninni.

Á grundvelli ţessarar könnunar svo og viđrćđum viđ ungt fólk virđist mega ráđa ađ skil séu á afstöđu "tölvukynslóđarinnar" og fyrri kynslóđa til tungumálsins, enda ekki óeđlilegt ađ börn og unglingar, sem nota ensku daglega í tölvuleikjum og í samskiptum sínum, hafi ađra afstöđu til íslenskrar málrćktar - ađ ekki sé tala um afstöđu til íslenskrar málverndar. 

Ástćđa vćri ţví til ađ kanna betur afstöđu mismunandi aldurshópa til tungumálsins - og ţá ekki síst til málrćktar og málverndar. Ef vel ćtti ađ vera ţyrfti ađ kanna ţetta hjá börnum og unglingum og hjá nemendum á öllum skólastigum svo og í aldurshópum miđaldra og eldra fólks, ţví ađ enda ţótt íslensk tunga standi enn traustum fótum kann ţađ ađ breytast međ breyttum samfélagsháttum, breyttri ţekkingu og breyttri menntun ţar sem gćtir síaukinna áhrifa frá ensku, ekki síst í nýrri samskiptatćkni sem mun gera sig gildandi á öllum sviđum ţjóđfélagsins.

 

Vikudagur 5. nóvember 2015

Íslenskt mál 201. ţáttur


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband