27.12.2015 | 17:07
Jesús Kristur
Til vina, vandamanna og velunnara - og annarra áhugasamra lesenda nćr og fjćr - sendi ég fróđleik um málfrćđi og kristindóm međ ósk um gleđilega jólarest, eins og viđ Akureyringar sögđum á öldinni sem leiđ.
Nafn frelsarans hefur oft veriđ nefnt á ţessum jólum, eins og eđlilegt má telja međ kristinni ţjóđ. Nafniđ Jesús er skírnarnafn Krists, komiđ af hebreska nafnorđinu yesua sem merkir frelsun. Margt hefur veriđ skrifađ um ţađ, hvernig skýra skuli merkingu ţessara orđa. Nćrtćkast virđist mér ađ skýra ţau međ orđinu frelsari, minnugur orđa Lúkasarguđspjalls: Yđur er í dag frelsari fćddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíđs.
Orđiđ Kristur er íslensk mynd gríska orđsins sem međ latínuletri er ritađ Khristós, og merkir hinn smurđi. Gríska orđiđ er ţýđing á hebreska orđinu mashiah - Messías. Eins og lesendur ţekkja, er kristin trú nefnd eftir orđinu Kristur, en kristnir menn telja ađ Jesús frá Nasaret sé hinn smurđi. Samkvćmt kenningu gyđingdóms er Kristur enn ókominn í heiminn.
Hjalti Hugason, prófessor í guđfrćđi viđ Háskóla Íslands, segir á Vísindavefnum:
Kristur er ekki eftirnafn eđa síđara nafn Jesú, heldur fela orđin Jesús Kristur í sér trúarjátningu af hálfu kristinna manna. Ţessi tvö orđ merkja raunar Jesús er Kristur en Kristur er gríska og merkir ţađ sama og Messías á hebresku. ... Trúarjátningin Jesús Kristur merkir ţá ađ Jesús frá Nasaret hafi veriđ sá frelsari sem rit Gamla testamentisins sögđu ađ mundi koma í heiminn og Gyđingar vćntu ađ kćmi hvenćr sem var.
Fallbeyging orđsins Jesús er hins vegar á reiki í íslensku, enda engin furđa. Til fróđleiks lesendum er hér ađ neđan birt beyging orđsins á íslensku og latínu:
ÍSLENSKA LATÍNA
NEFNIFALL Jesús Iesus
ÁVARPSFALL Jesú Iesu
ŢOLFALL Jesúm Iesum
ŢÁGUFALL Jesú Iesu
EIGNARFALL Jesú Iesu
Séra Páll Jónsson, prestur í Viđvík í Skagafirđi, orti sálm sem flest börn á Íslandi hafa sungiđ á ađra öld og hefst ţannig:
Ó, Jesú, bróđir besti
og barnavinur mesti,
ć, breiđ ţú blessun ţína
á barnćskuna mína.
Sumir syngja ađ vísu Ó, Jesús, bróđir besti, en gćta ţess ţá ekki ađ hinn lćrđi prestur notar ávarpsfall en ekki nefnifall í sálmi sínum. Ekki er hćgt ađ fetta fingur út í ţađ málfrćđilega, ţví ađ í íslensku er ekkert ávarpsfall - nema af ţessu eina orđi. En ef til vill ćttum viđ ađ virđa lćrdóm sálmaskáldsins í Viđvík í Skagafirđi og segja og syngja: Ó, Jesú, bróđir besti.
Gleđilega jólarest!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2015 | 00:05
Framtíđ íslenskar tungu
Á heimasíđu Mennta- og menningarmálamálaráđuneytisins má lesa um rannsókn, sem gerđ var af fremstu máltćknisérfrćđingum Evrópu og bendir til ţess ađ flest Evrópumál, ţar á međal íslenska, eigi á hćttu stafrćnan dauđa og séu í útrýmingarhćttu á stafrćnni öld.
Niđurstöđur rannsóknarinnar eru birtar í Hvítbókaröđ META-NET, sem er kallađ evrópsk öndvegisnet (a Network of Excellence). Er rannsóknin unnin af meira en 200 sérfrćđingum á 60 rannsóknarsetrum í 34 löndum, ţ.á.m. Íslandi. (http://www.meta-net.eu/whitepapers). Sérfrćđingarnir lögđu mat á stöđu máltćkni fyrir ţrjátíu af um 80 tungumálum Evrópu á fjórum mismunandi sviđum: vélţýđingum, talsamskiptum, textagreiningu og ađgengi ađ mállegum gagnasöfnum. Sérfrćđingarnir komust ađ ţeirri niđurstöđu ađ stafrćnn stuđningur viđ tuttugu og eitt af ţessum 30 tungumálum vćri lítill sem enginn á ađ minnsta kosti einu af ţessum sviđum. Nokkur tungumál, m.a. íslenska, fá lćgsta einkum á öllum sviđunum fjórum og lenti íslenska í nćstneđsta sćti tungumálanna 30. Ađeins maltneska er talin standa verr ađ vígi og enska ein taldist hafa góđan stuđning.
Grundvöllur rannsóknarinnar
Ekki er ljóst viđ hvađ átt er međ stafrćnni öld, hvort orđin merkja einfaldlega einhvern tíma í framtíđinni eđa á ţessari öld - öld stafrćnna samskipta. Merking ţessara orđa skiptir ekki öllu máli heldur hugsunin og ađferđin sem býr ađ baki rannsókninni, skilningur á hlutverki og stöđu tungumála svo og tilgangurinn međ ţví ađ fullyrđa, ađ flest Evrópumál, ţar á međal íslenska, eigi á hćttu stafrćnan dauđa án ţess ađ gerđur sé nokkur fyrirvari annar en sá, ađ stafrćnn stuđningur viđ tungumálin verđi aukinn ađ mun.
Hlutverk tungumála
Tungumál er mikilsverđasta tjáningartćkni mannlegs samfélags í öllum sínum margbreytilegum myndum. Međ tungumálinu tjáum viđ skapandi hugsun okkar og tilfinningar, afstöđu og viđhorf og komum skilabođum á framfćri í óteljandi myndum.
Bandaríski félagsfrćđingurinn John Naisbitt gaf áriđ 1994 út bók sem hann nefndi Global Paradox, og rćđir ţar aukin samskipti ţjóđa í verslun og viđskiptum, ţjóđernisvitund, tungumál og styrk ţjóđríkja og heldur ţví fram ađ ţví víđtćkari, sem samvinna á sviđi viđskipta og fjármála verđi, ţeim mun mikilsverđari verđi hver einstaklingur. Ţá telur hann ađ ný upplýsingatćkni leysi alţjóđlega gjaldmiđla af hólmi og ţýđingarvélar styrki einstakar ţjóđtungur af ţví ađ alţjóđleg samskiptamál verđi óţörf međ ţýđingarvélum. Um tungumálin segir John Naisbitt:
Ţví samtvinnađra sem efnahagslíf heimsins verđur, ţví fleira í umhverfi okkar verđur alţjóđlegra. Ţađ sem eftir stendur af ţjóđlegum verđmćtum verđur hins vegar ţeim mun mikilsverđara. Ţví alţjóđlegri, sem starfsumhverfi manna verđur, ţví ţjóđlegri verđa menn í hugsun. Lítil málsamfélög í Evrópu hafa fengiđ nýja stöđu og aukinn styrk vegna ţess ađ fólk leggur meiri rćkt viđ menningarlega arfleifđ sína til mótvćgis viđ sameignlegan markađ Evrópu.
John Naisbitt minnist sérstaklega á Íslendinga og íslensku og bendir á, ađ á Íslandi tali allir ensku og jafnvel önnur tungumál. Engu ađ síđur varđveiti Íslendingar hreinleika íslenskunnar (purity of the Icelandic language) og byggi á gamalli lýđrćđis- og bókmenntahefđhefđ
Íslensk málstefna
Íslensk tunga mun áfram vega ţyngst í varđveislu sjálfstćđrar menningar og stjórnarfarslegs fullveldis ţjóđarinnar. Landfrćđileg og menningarleg einangrun landsins, sem áđur varđ til ţess ađ tungan hélt velli, dugar ekki lengur. Íslenskt ţjóđfélag hefur ekki sömu sérstöđu og áđur og alţjóđahyggja mótar viđhorf Íslendinga ekki síst viđhorf ungs fólks sem eru meiri heimsborgarar og óbundnari heimahögum en fyrri kynslóđir, enda stundum talađ um hinn nýja Íslending sem láti sér í léttu rúmi liggja hvar hann er búsettur og hvađa mál hann talar, ađeins ef hann hefur starf og laun viđ hćfi og getur lifađ ţví lífi sem hann kýs.
Enginn vafi leikur á ađ margvíslega hćtta steđjar ađ íslenskri tungu. Ţví ţurfa stjórnvöld undir leiđsögn Mennta- og menningarmálaráđuneytisins ađ móta opinbera málstefnu sem víđtćkt samkomulag yrđi um. Til ţess verđur ađ efna til umrćđu um íslenskt mál og íslenska málstefnu og ţurfa sem flestir ađ taka ţátt í ţeirri umrćđu auk stjórnvalda: rithöfundar og skáld, kennarar og skólayfirvöld, málvísindamenn, sagnfrćđingar, bókmenntafrćđingar og félagsfrćđingar, lćknar og lögfrćđingar svo og fulltrúar atvinnulífs og viđskipta, enda hafa mörg fyrirtćki sýnt íslenskri málrćkt áhuga og skilning. Auk ţess er sjálfsagt ađ efla máltćkni fyrir íslenska tungu. Máltćkni sker hins vegar ekki úr um líf nokkurrar ţjóđtungu.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2015 | 21:41
Dauđi íslenskrar tungu - og máltćkni
Formćlendur máltćkni draga upp ófagra mynd af stöđu íslenskrar tungu og fullyrđa, ađ ef ekkert verđi ađ gert, sé íslensk tunga í bráđri lífshćttu og verđi ekki notuđ í tómstundastarfi, framhaldsnámi og störfum tengdum ferđamönnum, eins og ţeir orđa ţetta. Einn formćlenda ţessa hrćđsluáróđurs segir á heimasíđu sinni:
Ég tel ađ íslenskan sé dauđ ef viđ gerum ekkert. En dauđastríđ hennar mun taka áratugi, og svipa til andláts latínu Ţađ er fyrirsjáanlegt ađ breytingar á notkun íslenskunnar munu gerast hratt og fljótlega gćti veriđ of seint ađ grípa í taumana - enda lifa yngstu kynslóđirnar í allt öđruvísu málumhverfi nú en bara fyrir áratug síđan. Ţannig ađ ţađ má međ sanni segja ađ íslenskan geti átt stutt eftir.
Satt er og rétt ađ málumhverfi ungs fólks er annađ en fyrir áratug, ađ ekki sé talađ um fyrir hálfri öld eđa 100 árum. En ţjóđmálin hafa lagađ sig ađ breyttum ađstćđum - breyttu málumhverfi, auk ţess sem ţađ er mikill misskilningur sérfrćđinga í máltćkni, ađ latína sé dautt mál. Latína lifir međal ţúsunda fólks, ţótt hún sé ekki lengur mál nokkurs ţjóđfélags eđa lingva franca, sameiginlegt mál lćrđa manna um allan heim.
Ţessi hrćđsluáróđur fulltrúa máltćkni nćr einnig til annarra landa, ţví ađ í greinargerđ, sem Menntamálaráđuneytiđ birtir á heimasíđu sinni ţar sem segir, ađ rannsókn fremstu máltćknisérfrćđinga Evrópu bendi til ţess ađ flest Evrópumál séu í útrýningarhćttu á stafrćnni öld - hvađ sem stafrćn öld kann ađ merkja. Ţessi rannsókn er sögđ unnin af meira en 200 sérfrćđingum í máltćkni og niđurstöđur birtar í röđ META-NET, 30 binda ritsafni sem bćđi kemur út á prenti og er ađ finna á netinu, eins og ţar segir. Minna má nú ekki gagn gera. Ţegar hagsmunasamtök fremstu máltćknisérfrćđinga Evrópu tala á ţennan hátt, vakna sterkar grunsemdir.
Fulltrúar máltćkni segja, ađ uppvaxandi kynslóđ á Íslandi sé tvítyngd og hafi náđ góđum tökum á ensku áđur en ţetta unga fólk er fullfćrt í íslensku. Ţetta er víđs fjarri nokkrum sanni, sem flestir tungumálakennarar í grunnskólum og framhaldsskólum stađfesta. Uppvaxandi kynslóđ er ekki tvítyngd. Nokkur hluti ungs fólks (einkum drengir á kynţroskaaldri) bregđur fyrir sig ensku, en getur ekki tjáđ sig nema á takmörkuđum sviđum mannlegs samfélags á ţví góđa heimsmáli.
Haft eftir danska teiknaranum og heimspekingnum Storm P: "Det er svćrt at spĺ, isćr om fremtiden." Sannarlega er erfitt ađ spá um framtíđina, en á grundvelli ţess, ađ íslensk tunga hefur aldrei stađiđ sterkar sem lifandi ţjóđtunga í margskiptu ţjóđfélagi en nú, leyfi ég mér ađ spá ţví, ađ máltćkni verđi dauđ, gleymd og grafin innan fárra ára, en íslenska og önnur Evrópumál muni lifa um ófyrisjáanlega framtíđ. Leiđir til ţess tala viđ farsímann sinn, bílinn, eldavélina, ískápinn og brauđristina verđa heldur aldrei nema brot af málnotkun samfélagsins. Ţađ ţurfa postular máltćkni - hvar sem ţá er ađ finna - ađ átta sig á og ţó einkum ţurfa ţeir ađ hugsa áđur en ţeir tala.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)