29.4.2011 | 23:24
Geta íslenskir bankamenn ekkert lært?
Lítið hafa forstöðumenn íslenskra banka lært frá hruni. Enn eitt dæmi um einfeldni, fávísi og ósvífni bankamanna eru orð Gunnars Helga Hálfdanarson, formanns stjórnar Landsbankans, í hádegisfréttum RÚV í dag, föstudag 29da apríl 2011. Formaðurinn sagði orðrétt: Það er bara yfirlýst stefna okkar keppinauta - og okkar, að til þess að standast í alþjóðlegri samkeppni verðum við að bjóða einhvers konar hóflegt hvatakerfi. Síðan talaði Gunnar Helgi um sig og aðra bankamenn sem ábyrga þjóðfélagsþegna.
Í rannsóknarskýrslu Alþingis 2010, sem þótti marka tímamót í sögu þjóðarinnar - en flestir virðast hafa gleymt - stendur, að mikil samkeppni hafi ríkt meðal bankastjóranna og enginn verið annars bróðir í leik og samkeppni og tortryggni verið öllu yfirsterkari. Síðan segir í skýrslunni orðrétt:
Smæð íslensks samfélags setur því mörk í margvíslegu tilliti. Íslendingar höfðu stormað inn á erlenda markaði, oft með miklum fyrirgangi, og drógu til sín athygli. Meðan fjármunirnir voru nægir höfðu menn gleymt smæð sinni og vanmætti gagnvart öðrum ríkjum. Þá virðist hafa horfið meðvitund um það hve íslenskt samfélag er í raun viðkvæmt og reynslan dýrmæt.
Enn er því svo haldið fram af íslenskum bankamanni, að til þess að standast öðrum snúning í alþjóðlegri samkeppni verðum við að bjóða einhvers konar hóflegt hvatakerfi. Sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki. Geta íslenskir bankamenn ekkert lært?
Bloggar | Breytt 30.4.2011 kl. 02:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2011 | 10:34
Virðing Alþingis
Bloggar | Breytt 14.4.2011 kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2011 | 12:37
Bókmenntaþjóðin Íslendingar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2011 | 22:25
Rembingshnútur
Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, fyrrverandi seðlabankastjóri og fyrrverandi skólastjóri í Bifröst, skrifar grein í Fréttablaðið í dag - mánudag til mæðu. Greinina kallar hann Allt í hnút.
Í tíu punktum rekur hann horfur eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem eru: (1) pólitískt vikur forseti, beint lýðræði að ákvörðun hans, (2) kreppa í stjórnskipan, (3) umsókn um aðild að ESB gjörtapað mál, (4) utanríkisráðuneytið hefur ekki skilning á aðildarumsókn, (5) ríkisstjórnin helsærð og helsjúk, (6) kreppa í báðum stjórnarflokkum, (7) sjálfstæðismenn þurfa mánuði til að ná áttum, (8) framsóknarmenn eiga aðeins kost á að vera stoð við Sjálfstæðisflokkinn, (9) fram undan þóf, tafir og streita í flestum þjóðmálum, (10) óskynsamlegar skattabreytingar leggjast á atvinnulífið og þar harðnar á dalnum.
Í lok greinarinnar segir höfundur: Í grunni er íslensks þjóðfélagið sterkt, lýðræðið er virkt og útflutningagreinarnar öflugar. Veikleikar okkar Íslendinga eru sundrung, tortryggni, rógur og níð. Hér er allt í hnút."
Í mínum augum stangast greining og niðurstöður á. Hvernig getur íslenskt þjóðfélag verið sterkt þegar allt er í hnút? En með bölmóði sínum sannar höfundur fullyrðingu sína: Veikleikar Íslendinga eru sundrung, tortryggni, rógur og níð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2011 | 20:15
VG á villigötum
![]() |
Bað um að kosningu yrði frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2011 | 23:56
Nýtt Ísland
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um ICESAVE er ljós. Vonandi verður munurinn ekki minni en 42:58, helst 40:60 til þess ekkert fari milli mála.
Alþingi og ríkisstjórn eiga nú að bjóða Bretum og Hollendingum að taka málið upp að nýju - þegar endanlegt uppgjör eignasafns Landabankans liggur fyrir, ekki deginum fyrr. Verði það boð ekki þegið, er sjálfsagt að fara dómstólaleiðina og vinna fullnaðarsigur.
Alþingismenn og aðrir atvinnustjórnmálamenn geta lært mikið af þessu. Runninn er upp nýr tími, nýtt Ísland, þar sem ríkir beint lýðræði í stað flokksræðis og samtök hugsandi einstaklinga ráða ferðinni í stað innmúraðra flokksgæðinga. Alþingismenn þurfa að lesa og læra af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og rifja upp hvað þeir samþykktu í vetur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2011 | 00:32
Jafnaðarmaður Íslands
Eins og stundum áður er kynlegt að lesa skrif jafnaðarmannsins Sighvats Björgvinssonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra Alþýðuflokksins, síðar Samfylkingarinnar. Í grein í Fréttablaðinu 7da apríl, sem hann nefnir Að semja eða svíkja, spyr hann, hvað orðið hafi um þessar þúsundir milljarða sem íslenskir aðilar tóku að láni í útlöndum.
Þetta er undarlegt spurning svo ég segi ekki heimskuleg spurning, ekki síst af hálfu manns sem hefur viljað kalla sig jafnaðarmann. Íslenskir aðilar, sem hann nefnir svo, er ekki alþýða þessa land, sem jafnaðarmenn hafa höfðað til, heldur glæframenn alþjóðlegs auðvalds, sem jafnaðarmenn allra landa hafa barist gegn hálfa aðra öld.
Þegar Sighvatur Björgvinsson bætir síðan við, að mikill meirihluti þessara þúsunda milljarða hafi runnið til landsmanna sjálfra og til íslenskra heimila, spyr ég: Hvar hefur jafnaðarmaðurinn Sighvatur Björgvinsson alið aldur sinn?
Síðan segir jafnaðarmaður Íslands, Sighvatur Björgvinsson, að í lýðræðisríkjum velji fólk stjórnvöld og á hann þar væntanlega við alþingismenn ekki til þess að stunda rifrildi í sölum Alþingis, heldur til þess að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendum vettvangi og þjóðin hafi gefið stjórnvöldum slíkt umboð með atkvæðum sínum. Og jafnaðarmaðurinn Sighvatur Björgvinsson bætir við: Þannig eru leikreglurnar í samskiptum þjóða.
Ótrúlegt er að Sighvatur Björgvinsson, sem fór með rógi á hendur Ólafi Jóhannessyni dómsmálaráðherra í Geirfinnsmálinu 1974, skrifi svona árið 2011. Heldur Sighvatur Björgvinsson að enginn muni hegðun hans og framferði á Alþingi 1974. Þá var ekki um rifrildi að ræða - heldur rógburð. Auk þess kjósum við ekki fulltrúa á Alþingi til þess að semja af okkur rétt heldur til þess að standa á rétti okkar.
Fánaskrif ójafnaðarmannsins Sighvats Björgvinssonar eru ætluð til þess að hvetja heiðarlega jafnaðarmenn til þess að samþykkja ICESAVE, samning samfylkingar og VG.
Íslenskum almenningi ber ekki að greiða skuldir einkafyrirtækja frekar en almenningi annarra þjóða. Frjáls samkeppni, lýðræði og jafnrétti væri þá lítils virði. Af þeim sökum ber að fella samning um ICESAVE.
Að sjálfsögðu eiga Íslendingar að standa við skuldbindingar sínar eins og öðrum þjóðum. En íslenskur almenningur - alþýðan - hefur ekki skuldbundið sig til þess að greiða "skuldir óreiðumanna".
Það hefur heldur aldrei aukið virðingu nokkurs manns, karls eða konu því síður heillar þjóðar að láta undan hótunum ójafnaðarmanna, svo ekki sé sagt hótunum yfirgangsmanna. Hugsanlega vill ójafnaðarmaðurinn Sighvatur Björgvinsson skipa sér í flokk yfirgangsmanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)