30.6.2012 | 23:24
Þreytt þjóð, þreyttur forseti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
28.6.2012 | 08:40
Þóra Arnórsdóttir forseti
Þrennt er það sem forseti Íslands á að sinna. Í fyrsta lagi á hann að vera sameiningartákn ekki stjórnmálaafl og koma fram fyrir hönd allrar þjóðarinnar ekki hagsmunahópa sem mest eru áberandi hverju sinni.
Í öðru lagi á forseti að koma fram undir merki menningar og mannúðar, hafinn yfir pólitískar væringar án undirmála, blekkinga og ósanninda, vinna að sátt og samlyndi allra sem í landinu búa, af hvaða þjóðerni og hvaða uppruna sem er, líta til heimsins alls en ekki síður inn á við, gagnrýninn á sjálfan sig og þjóðina og vinna gegn misrétti, hroka og ofmetnaði.
Í þriðja lagi á forseti Íslands að sinna stjórnarathöfnun sem stjórnarskráin felur honum beint í anda þingbundins lýðræðis.
Þóra Arnórsdóttir kemur sem ferskur andblær inn í svækju átakastjórnmála, óbundin, heiðarleg og óháð, talar frá hjartanu en vefur sig ekki orðskrúði og gömlum slagorðum áróðursmanna. Hún getur sigrast á spillingu og flokkadráttum sem geysað hafa í landinu undanfarin 16 ár og orðið sameiningartákn, boðberi mannúðar og menningar og tryggt þingbundna lýðræðisstjórn í landinu.
Þóra Arnórsdóttir forseti.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 28. júní 2012
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.6.2012 | 10:39
Fremstur meðal jafningja - og stjórnmálaflokkur eins manns
Árið 1968 var Kristján Eldjárn kjörinn forseti með 65% greiddra atkvæða, þótt á móti honum færi einn af mikilhæfustu stjórnmálamönnum aldarinnar, hógvær lærdómsmaður, Gunnar Thoroddsen, sem hlaut aðeins tæp 35%, enda þótt að baki honum stæði Sjálfstæðisflokkurinn heill og óskiptur auk margra valdamanna þjóðarinnar. Stuðningsmenn Kristjáns Eldjárn völdu honum einkunnarorðin fremstur meðal jafningja.
En hvers vegna kaus íslenska þjóðin til forseta hógværan og lítillátan fræðimann, sem einkum var kunnur almenningi af útvarps- og sjónvarpsþáttum um forna menningu þjóðarinnar, en höfnuðu margreyndum stjórnmálamanni á þeim miklu umbrota- og átakatímum sem ríktu í landinu og raunar heiminum öllum? Átök þessara ára voru mikil og mikil óvissa ríkjandi. Kalda stríðið var í algleymingi og heiftúðug átök innan NATO vegna valdaráns herforingjanna í Grikklandi. Eftir "vorið í Praha" gerði Varsjárbandalagið innrás í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968 og heimurinn rambaði á barmi styrjaldar.
Gengi íslensku krónunnar var þetta ár lækkað um 35.3% vegna lélegra aflabragða og lækkandi fiskverðs. Hatrammar deilur urðu á Alþingi og ASÍ mótmælti harðlega, eindregið og einhuga þeirri stórfelldu ásás á launakjör alþýðu. Aðsúgur var gerður að forsætisráðherra á götum úti og þúsundir Íslendinga fluttust af landi brott vegna atvinnuleysis. Hafís var fyrir Norðurlandi og Austfjörðum og ísbrú milli Íslands og Grænlands. Árið 1968 þegar Kristján Eldjárn var kjörinn forseti var því ekki síður umbrota- og óvissutími en nú á því herrans ári 2012.
Engum Íslendingi datt hins vegar í hug árið 1968 að forseti Íslands ætti að bjarga atvinnuvegum og efnahag þjóðarinnar eða heimsfriðnum allra síst forsetanum sjálfum. Slíkt stórlæti var Kristjáni Eldjárn fjarlægt. Frá því hann talaði fyrst til þjóðarinnar við embættistöku sína 1. ágúst 1968 þar til að hann ávarpaði Alþingi við þinglausnir 25. maí 1980, lagði hann áherslu á það sem sameinaði þjóðina og hann talaði til allrar þjóðarinnar ekki einkum til afreksmanna á sviði viðskipta og atvinnulífs og hann lagði áherslu á það sem sameinaði þjóðina og gerði Íslendinga að þjóð. Enginn efaðist heldur um heiðarleika og einlægni Kristjáns Eldjárns sem forseta.
Nú tala skillitlir menn um, að Ólafur Ragnar Grímsson verði að standa vaktina áfram sem forseti og sjá til þess að Ísland og jafnvel heimurinn allur bjargist komist klakklaust út úr þeim vanda óvissutímanum sem að steðjar. Sjálfur fer Ólafur Ragnar Grímsson fremstur í þeim flokki og þykist ekki gera sér grein fyrir, að það eru aðrir sem eiga að standa þá vakt í þingræðis- og lýðræðislandi: löggjafarþing, ríkisstjórn og dómstólar. Aldrei minnist Ólafur Ragnar Grímsson í kosningabaráttu sinni á land, þjóð og tungu, sögu þjóðarinnar eða það sem sameinar hana heldur miklar fyrir sér og öðrum óvissuna og hættuna, sem að steðjar. Slíkt hentar betur í þeim hræðsluáróði sem hann notar í málrófi sínu og virðist falla mörgum vel.
Sannarlega eru blikur á lofti eins og verið hafa í þúsund ára sögu þjóðarinnar. En það er ekki hræðslan sem bjargar Íslendingum né öðrum þjóðum, heldur samstaða og sameiginlegur arfur, réttlæti og heiðarleiki, heiðarlegur forseti sem þekkir takmörk sín, stendur sína plikt sem forseti, ekki sem stjórnmálamaður stjórnmálaflokkur eins manns.
Greinin birtist í FRÉTTABLAÐINU 21. júní 2012
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2012 | 09:53
Tvær þjóðir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2012 | 21:44
Forseti framtíðarinnar
Til þess að sigrast á gamla forsetanum - tíma spillingar, lyga og sundrungar - þurfa allir, sem vilja á Íslandi nýja hugsun, nýjan tíma samstöðu - og málefnalegs ágreinings og samræðu - að sameinast um Þóru Arnórsdóttur, sem ein getur sigrað ÓRG.
Af þeim sökum þarf að fara þess á leit við hina frambjóðendurna, að þeir dragi framboð sitt kurteislega til baka, svo að eftir standi annars vegar gamli tíminn, fortíðin: Ólafur Ragnar Grímsson - og nýi tíminn, framtíðin - Þóra Arnórsdóttir.
Það sem allir frambjóðendur aðrir en ÓRG vilja, er nýr tími, ný hugsun, ný framtíð, nýr forseti, sannleikur og heiðarleiki. Ekki gömlu lygina enn ein fjögur árin í viðbót.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)