30.9.2009 | 18:34
Uppreisn og landflótti
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lausnar vanda heimilanna sem kynntar hafa verið, eru allsendis ófullnægjandi, leysa ekki þann vanda sem þeim er ætlað að leysa, lægja ekki óánægjuöldur og koma ekki í veg fyrir uppreisn og landflótta.
Það sem gera þarf er að færa höfuðstól allra húsnæðislána til lánskjaravísitölu 1. maí 2008, fella niður vísitölutryggingu og breyta myntkörfulánum í almenn húsnæðislán. Þá er meginvandi heimilanna leystur og bankar og lánastofnanir neyðast til að vanda sig og hjól atvinnulífsins fara að snúast.
Kostnað af þessu skal greiða með sektum fjárglæframanna og eignum þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2009 | 21:24
Uppreisn í janúar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2009 | 12:59
Æðruleysisbæn fyrir stjórnmálamenn
Eftir hegðan íslenskra stjórnmálamanna og árangur af starfi þeirra undanfarið ár, tel ég brýnt að þeir tileinki sér æðruleysisbænina:
"Guð, gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til þess að breyta því sem ég get breytt - og vit til að greina þar á milli."
Bloggar | Breytt 22.9.2009 kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)