28.9.2010 | 14:49
Virðing Alþingis
Ekki hefur virðing Alþingis aukist við síðasta málatilbúning sinn, málshöfðun gegn ráðherrum samkvæmt lögum um landsdóm. Hafi ráðherrar eða alþingismenn gerst sekir við landslög, á að sækja þá til saka fyrir sama dómi og aðra landsmenn. Landsdómur er ekki aðeins úreltur heldur felst í honum mismunun sem er ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi.
Meðan alþingismenn mala í þingsölum logar Ísland af réttlátri reiði almennings sem hefur verið móðgaður, hæddur, svívirtur, kvalinn og kúgaður 
af kumpánum nokkrum, sem allt virtust geta og mega. Þessa kumpána á að sækja til saka.
Þessi orð eru skrifuð áður en atkvæðagreiðsla um tillögu þingmanna nefndarinnar hefur farið fram. Ef tillagan verður felld, standa menn í sömu sporum og í upphafi en í upphafi skal endinn skoða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2010 | 23:07
Áskorun til alþingismanna
Íslensk þjóð hefur oft gengið í gegnum erfiðleika og sigrast á þeim. Það mun hún einnig gera nú með dugnaði og samstöðu á grundvelli sameiginlegra verðmæta, aukinnar menntunar og náttúruauðlinda.
Það sem skiptir máli, er að allir taki höndum saman: stjórnmálamenn, launþegasamtök og samtök atvinnulífsins, embættismenn, fulltrúar almennings og fjölmiðlar - og horfi fram á veginn.
Undanfari endurreisnar efnahagslífs er pólitísk endurreisn, bætt siðferði í stjórnmálum, aukinn heiðarleiki í viðskiptum og fjármálum og þroskuð umræðuhefð, mannvirðing og jafnrétti á öllum sviðum.
Þegar við höfum fast land undir fótum, heimilum landsins hefur verið bjargað úr skuldafeni, óttinn er horfinn og dómgirni hefur vikið fyrir yfirvegaðri umræðu, reynum við að átta okkur á því hvað gerðist.
En fyrsta skrefið er samvinna alþingismanna og myndun þjóðstjórnar.
Alþingismenn allra flokka sameinist!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.9.2010 | 10:03
Ónýt stjórnarandstaða - ónýtt Alþingi
Alþingi kom saman í gær eftir sumarleyfi. Almenningur lifir enn í óvissu um atvinnu og afkomu. Landsframleiðsla dregst saman. Arionbanki dreifir skít yfir þjóðina með því að gefa ósnertanlegum svikurum upp skuldir. Kvótakóngar segja eitt hér og annað þar.
Svo stendur hin þríeina stjórnarandstaða á Alþingi upp og tuðar um tittlingaskít. Nú er kominn tími til þess að Alþingi, ríkisstjórn og stjórnarandstaða taki höndum saman, gleymi fyrri væringum og takist sameiginlega á við vandann sem við er að stríða. Af nógu er að taka.
Bloggar | Breytt 9.9.2010 kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)