24.1.2009 | 09:37
Þjóðstjórn - nýtt lýðveldi
Eftir atburði síðustu daga er aðeins ein leið til í íslenskum stjórnmálum: að mynda þjóðstjórn sem allir flokkar á Alþingi eigi aðild að. Slík stjórn hefði víðtækt umboð og óskorað vald til þess að ráða fram úr hinum mikla vanda sem nú steðjar að. Stjórnin starfaði fram yfir kosningar 9. maí - eða þegar mynduð hefði verið ný ríkisstjórn.
Nú eiga allir starfandi stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar að sýna samstöðu, snúa bökum saman, gleyma um stund pólitískum ágreiningi og leggja grunn að nýju lýðveldi sem byggt verður á nýrri stjórnarskrá þar sem undirstaðan er skýr aðgreining löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdavalds, jafnrétti á öllum sviðum og frjáls skoðanamyndun í skjóli frjálsra fjölmiðla.
Traust almennings á stjórnmálamönnum og grundvallarstofnunum ríkisins þarf að endurreisa. Íslenska þjóðin á í styrjöld. Við slíkar aðstæður þurfa allir að sameinast um að gera landið aftur lífvænlegt og friðvænlegt. Dagur reiði er liðinn, dagar samstarfs eiga að taka við. Þeir sem gerst hafa brotlegir fá sinn dóm - því réttlæti verður að ríkja í réttarfarsríki.
Bloggar | Breytt 25.1.2009 kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)