Þjóðstjórn og gerðardómur

Hvenær er ástæða til að mynda þjóðstjórn - ef ekki nú - og hvers vegna leggur ríkisstjórnin ekki deiluna um Icesafe í alþjóðlegan gerðardóm til þess að hljóta hlutlausa málsmeðferð?

Vonandi fellir Alþingi samninginn um Icesafe og leggur deiluna í gerðardóm svo að stjórnmálamenn neyðist til að mynda þjóðstjórn og leysa þjóðina úr skuldafjötrum - og sýna hvað í þeim býr.

Fólk sem kosið er til setu á Alþingi verður að sýna að það geti snúið bökum saman á örlagastundu og kunni annað en málróf og útúrsnúninga.


Bloggfærslur 22. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband