4.7.2009 | 21:00
Orðvísi Davíðs
Eins og oft áður ratast Davíð Oddsyni satt orð á munn og hann kemur betur orðum að skoðunum sínum en flestir aðrir, þótt stundum sér kjaftur á keilunni þegar hún gapir.
Viðtal hans í MBL á morgun, sunnudag, á vonandi eftir að hrista upp í mönnum, ekki síst alþingismönnum. Í ljósi upplýsinga þeirra, sem koma fram koma í viðtalinu, verða íslenskt stjórnvöld, Alþingi og rikisstjórn, að endurskoða afstöðu sína frá grunni.
Tvennt í viðtalinu er merkilegast að mínum dómi. Í fyrsta lagi niðurstöður skýrslu nefndar OECD sem fjallaði um evrópsk tryggingamál og innstæðutryggingar og unnin var undir stjórn núverandi bankastjóra Seðlabanka Evrópu, Jean-Claude Trichet. Í skýrslunni segir að innstæðutrygginakerfið gildi ekki ef um algert bankahrun sé að ræða í viðkomandi landi.
Hitt atriðið, sem Davíð Oddsson bendir á af glöggskyggni sinni, er að varnarþing mála, sem tengjast Icesafe, er á Íslandi. Vilji einhver sækja mál á hendur Landsbankanum eða íslenska ríkinu skal málið rekið fyrir íslenskum dómstólum. Þarf frekar vitnanna við.
Bloggar | Breytt 5.7.2009 kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)