Stóryrði

Enn verðum við að hlusta á útúrsnúninga stjórnmálamanna og annarra málsmetandi manna sem ættu að geta lagt gott til málanna í erfiðleikum sem þjóðin glímir við.

Mörður Árnason alþingismaður notaði í Silfri Egils í gær enn sama orðbragðið og hann hefur notað síðan þeir Hannes Hólmsteinn stóðu í opinberum hanaslag fyrir hálfum öðrum áratug - sem skilaði heldur litlu, og í morgun kallar Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hugmyndir annarra manna "galnar".

Mikilsvert væri að málsmetandi menn hættu að nota sjóbúðartal, ef þeir vilja að tekið sé mark á þeim - og ef þeir vilja leggja gott til. Stóryrði og sleggjudómar leysa engan vanda.


Bloggfærslur 11. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband