Stjórnlagaþing fólksins - lýðræði og jafnrétti

Gagnlegt var að hlusta á yfirvegaða umræðu dr Eiríks Bergmanns á ÍNN í gær þar sem hann fjallaði um stjórnlagaþingið 2011 og nýja stjórnarskrá. Benti hann á, að þing af þessu tagi væri einsdæmi og mikilsvert tæki til að móta stjórnarskrá á lýðræðislegan hátt.

Stjórnlagaþing fólksins er einsdæmi í sögunni. Tortryggilegt er því þegar Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, og Davíð Oddsson reyna að finna þinginu allt til foráttu. Sigurður segir "bestu menn þjóðarinnar" eigi að setja saman stjórnarskrá og Davíð að "engin skýring hafi komið fram á því að nú verði að gera atlögu að stjórnarskránni". 

Eftirtektarvert er að Sigurður notar orðin "bestu menn þjóðarinnar" og Davíð að "gera atlögu að stjórnarskránni". Þeir viðast ekki skilja kröfu tímans um lýðræði og jafnrétti - eða öllu heldur: Þeir vilja ekki skilja kröfu tímans um lýðræði og jafnrétti.


Bloggfærslur 12. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband