Íslensk umræðuhefð

Í kvöld horfði ég á vikulegan umræðuþátt í norska sjónvarpinu, DEBATT, eins og þátturinn nefnist. Rætt var um njósnir Bandaríkjamanna í Noregi, viðkvæmt efni og óskiljanlegt: að "vinaþjóð", sem svo er nefnd, brjóti lög samstarfsþjóðar.

En það var ekki þetta sem ég ætlaði að ræða um nú undir miðnætti, heldur hvernig rætt var um þetta viðkvæma mál í norskum stjórnmálum sem á eftir að draga dilk á eftir sér. Skoðanir voru skiptar og skoðanaskipti hörð og einörð. Hins vegar sýndu viðmælendur öðrum virðingu og tóku aldrei fram í fyrir öðrum, því síður þeir notuðu háð og brigslmælgi.

Mér varð hugsað til umræðu á Alþingi fyrr í dag, elsta þings í Evrópu, eins og kallað er, þar sem sama hanaatið fer fram og áður, ómálefnaleg umræða, skortur á virðingu og skortur á hugmyndum þegar landið er að sökkva. Þingmenn þyrftu sannarlega að snúa bökum saman og finna leiðir til lausnar, lausnir sem liggja í augum uppi fyrir þá sem sjáandi eru. Alþingismenn Íslendinga eru hins vegar blindir - og haga sér eins og götustrákar.


Bloggfærslur 4. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband