16.12.2010 | 10:56
Vellíðan og lífsgæði
Margt gott er gert í þessu fámenna þjóðfélagi hér á hjara veraldar. Því miður er hins vegar margt sem betur má fara, þótt það séu smámunir hjá öllum skelfingunum úti í hinum stóra heimi.
Meginverkefni næstu ára er að auka jafnrétti hér á landi - og annars staðar - m.a. að jafna lífskjör fólks og bæta á þann hátt lífsgæði allra, því það er illt að búa í samfélagi þar sem mikill munur er á lífskjörum og mörgum líður ekki vel fyrr öllum líður vel en engum illa.
Matargjafir til þeirra, sem ekki hafa í sig og á, er óþolandi í velsældarsamféagi. Þetta er ölmusa og það er illt að vera ölmusumaður. Bætt kjör þeirra sem minnst mega sín er brýnasta verkefni okkar og stjórnvalda að leysa. Burt með fátækt og ölmusur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)