17.12.2010 | 20:12
Nöldur og þref Helga Seljans
Enn sinu sinni verð ég vitni að því að Helgi Selja fréttamaður RÚV er ófær um að rökræða við gesti sína. Í kvöld ræddi hann við Lilju Mósesdóttur í Kastljósi með geðillskulegum frammítökum, fór með staðlausa stafi, sneri út úr og gerði viðmælanda upp skoðanir.
Með þessu bregst RÚV skyldu sinni að veita víðtæka, áreiðanlega og hlutlæga fréttaþjónustu, vera vettvangur mismunandi skoðana á málum og gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn og túlkun, eins og segir í lögum um Ríkisútvarpið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)