30.12.2010 | 17:48
Sá sem hugsar skýrt, talar skýrt
Viðtal FRÉTTATÍMANS í dag við Þráin Bertelsson, alþingismann og rithöfund, ættu allir að lesa, a.m.k þeir sem hugsa um og hafa áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum. Þráinn Bertelsson er hnyttnari í tilsvörum og samlíkingum en flestir aðrir, og svo segir hann það sem hann meinar og meinar það sem hann segir. Það er mikill kostur.
Austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein segir á einum stað, að þeir sem hugsi skýrt, tali skýrt. Þetta gerir Þráinn Bertelsson í viðtalinu í dag. Mættu fleiri, bæði alþingismenn, bloggarar og aðrir góðir menn, karlar og konur, taka upp: reyna að hugsa skýrt og tala skýrt. Þá liði bullöld Íslendinga undir lok og við tæki ný gullöld Íslendinga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)