18.2.2010 | 22:35
Óheilindi utanríkisráðuneytisins
Fréttir af viðræðum fulltrúa utanríkisráðuneytis Össurar Skarphéðinssonar og fulltrúa stjórnar Bandaríkjanna á Íslandi í janúar vekja mér furðu. Undirlægjuháttur og lágkúra virðast hafa einkennt viðræðurnar og tillagan um að Norðmenn taki á sig Icesave-skuldir Landsbankans og semji síðan við Íslendinga um endurgreiðslu - eru eins og óvitar séu á ferð.
Ef ummæli íslenska sendiherrans um forseta Íslands eru rétt eftir höfð, ber að víkja sendiherranum tafarlaust úr starfi. Þegar ofan á bætist að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, hin sterki maður ríkisstjórnarinnar, hefur ekkert um þetta vitað, ber slíkt vitni um óheilindi af hálfu utanríkisráðherra.
Bloggar | Breytt 19.2.2010 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)