Óheilindi utanríkisráðuneytisins

Fréttir af viðræðum fulltrúa utanríkisráðuneytis Össurar Skarphéðinssonar og fulltrúa stjórnar Bandaríkjanna á Íslandi í janúar vekja mér furðu. Undirlægjuháttur og lágkúra virðast hafa einkennt viðræðurnar og tillagan um að Norðmenn taki á sig Icesave-skuldir Landsbankans og semji síðan við Íslendinga um endurgreiðslu - eru eins og óvitar séu á ferð. 

Ef ummæli íslenska sendiherrans um forseta Íslands eru rétt eftir höfð, ber að víkja sendiherranum tafarlaust úr starfi. Þegar ofan á bætist að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, hin sterki maður ríkisstjórnarinnar, hefur ekkert um þetta vitað, ber slíkt vitni um óheilindi af hálfu utanríkisráðherra. 


Bloggfærslur 18. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband