Græni hatturinn á Akureyri

Gaman er til þess að vita að Sigmundur Rafn Einarsson og eiginkona hans, Guðbjörg Inga Jósefsdóttir, stofnendur Bláu könnunnar, fyrsta reyklausa kaffihúss á Íslandi, og Græna hattsins, fyrsta menningarhússins á Akureyri sem bauð upp á lifandi tónlist, skuli ætla að endurbæta og stækka Græna hattinn og gera reksturinn fjölbreyttari.

PARÍS, hið fornfræga hús þeirra hjóna, hefur frá því þau eignuðust það 1997 verið miðpunktur göngugötunnar á Akureyri og dregið til sín tugþúsundir manna víðs vegar að úr heiminum og margar myndlistarsýningarnar á annarri hæð hússins eru mér afar minnisstæðar. Ég tek minn græna hatt ofan fyrir þeim hjónum.


Bloggfærslur 11. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband