"Dóttir mín á vinkonu" - orð gamals leiðtoga ASÍ

Ásmundur Stefánsson, núverandi bankastjóri LÍ, áður hagfræðingur ASÍ, framkvæmdastjóri og forseti ASÍ, framkvæmdastjóri Íslandsbanka, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Íslands, stundakennari við MH og cand. polit. í hagfræði 1972 frá Kaupmannahafnarháskóla kom í Kastljós í kvöld. 

Það vakti furðu okkar gamalla framsóknarmanna að norðan hversu gamlir byltingarmenn að sunnan eldast illa. Þeir tala ekki lengur um hagsmuni almennings í kerfishruni heimilanna í landinu - alþýðan er ekki nefnd á nafn - heldur tekin dæmi um að dóttir Ásmundar eigi vinkonu sem eigi í erfiðleikum með að flísaleggja gólfið heima hjá sér. Sjálfur segir hann sig ekki muna mikið um að skulda tíu milljónir í húsinu sínu, sem metið er á 300 milljónir króna, eftir að hafa ráðið sjálfan sig bankastjóra LÍ - þá formaður bankaráðs LÍ. Gaman væri að vita hverjar eru ævitekjur þessa gamla alþýðuforingja.

Sighvatur skáld Þórðarsonar frá Apavatni í Grímsnesi, sem  talinn er dauður 1045, fór mikla svaðilför um Svíþjóð fyrir vin sinn Ólaf hinn helga Haraldsson Noregskonung að njósna um óvini konungs.  Gisti hann hjá þeim manni sem kallaður var "besti þegn konungs".  Ekki leist Sighvati skáldi betur en svo á þennan besta mann konungs að hann sagði í vísu einni: Þá er hinn versti illur ef þessi er hinn besti. Held ég þó göllum manna lítið á loft.

Sama segi ég: Þá er hinn versti illur ef þessi er hinn besti. Held ég þó göllum manna lítið á loft. 


Bloggfærslur 29. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband