Hamingja Íslands - óhamingja íslenskra stjórnmálamanna

Íslenskir stjórnmálamenn sem skilja ekki um hvað þjóðaratkvæði Icesave snýst, eiga að draga sig í hlé. Það er best fyrir þá - og þjóðina alla.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave á laugardag er tækifæri fyrir okkur sem förum ekki út á stræti og torg að berja bumbur, potta, pönnur til þess að láta í ljós skoðun okkar og skoðun okkar er ljós. Við borgum skuldir okkar en borgum ekki skuldir óreiðumanna og glæframanna sem ætluðu að græða fé í skjóli trúnaðar og virðingar okkar fyrir heiðarlegu dugnaðarfólki sem vill efla íslenskar atvinnugreinar og fjármálakerfi. En við vorum svikin. Trúnaður var brotinn. Ein grundvallarsetning í siðuðu samfélagi var brotin, setningin: þú skalt ekki stela

Nú höfum við fengið tækifæri til þess að segja álit okkar á ráðaleysi stjórnmálamanna og svikum óreiðumanna. Réttlætiskennd okkar er misboðið. Stjórnmálamönnum hefur mistekist að verja hagsmuni okkar gagnvart breskum og hollenskum heimsvaldasinnum í kjölfar svika íslenskra og erlendra óreiðumanna í skjóli regluverks auðvalds sem fær ekki staðist. Þess vegna segjum við NEI.


Bloggfærslur 4. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband