10.4.2010 | 11:59
Íslensk umræðuhefð
Í þætti Hallgríms Thorsteinssonar "Í vikulokin" í RÚV í dag urðum við enn einu sinni vitni að brotalöm í íslenskri umræðuhefð. Hver talar upp í annan og enginn hlustar á hinn og menn reyna að slá sig til riddara með strákslegum og öfgakenndum athugasemdum. Þessi umræðuhefð er einn meginvandi þess að geta komist að kjarna máls og fá réttar upplýsingar um menn og málefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)