4.5.2010 | 01:16
Skötulykt af seđlabankastjóra
Í kvöld suđum viđ afganginn af skötunni frá í fyrra. Lyktin var sterk og bragđiđ eftir ţví, lykt eins og á ađ vera af kćstri skötu, naumast húsum hćf, enda lokuđum viđ hurđum og gluggum til ţess ađ gott gott sambýlisfólk fyndi ekki skötulyktina. Gréta fékk sér rauđvínsglas, ég fékk mér kaldan Álaborgarsnaps og danskt öl eins og gömlum danófíl sćmir.
Međan viđ gćddum okkur á skötunni frá ţví í fyrra, horfđum viđ á viđtal viđ nýja bankastjóra Seđlabankans. Af viđtalinu var ekki góđ lykt og hún yfirgnćfđi skötulyktina. Mörgum ţótti vond lykt af gamla seđlabankastjóranum. Lyktin af nýja seđlabankastjóranum var ekki betri.
Engan ţarf ađ undra ţótt vond lykt sé af gömlum stjórnmálamönnunum. Gamlir stjórnmálamenn héldu sig vita allt, töldu sér allt heimilt í skjóli stjórnmálahefđar - stjórnmálaíhalds, hvort sem ţeir hétu Davíđ, Gunnar, Halldór eđa Jón.
Ţegar nýr seđlabankastjóri, sem átti ađ reisa viđ Ísland í umbođi hugmynda um réttlćti, jafnrétti og brćđralag og í umbođi VG og Samfylkingar, gerir kröfu um tíföld laun barnakennara er ekki góđ lykt af.
Nýr seđlabankastjóri verđur ađ átta sig á ţví - eins og stjórnmálamenn sem vilja lifa af - ađ runninn er upp ný öld. Skítalykt af ofurgreiđslum til töframanna bankakerfis er fyrir bí enda engir töframenn viđskiptalífsins til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)