Blekking og þekking

Sagt er að vísindin efli alla dáð, að mennt sé máttur - og að sannleikurinn muni gera yður frjálsa. Allt er þetta bæði satt og rétt. Stundum er mér hins vegar ekki ljóst, hvers konar vísindi eru á ferðinni, í hverju mennt er fólgin og hver sannleikurinn er í raun og veru.

Það vekur mér einnig furðu, hversu mikil blekking er viðhöfð í nafni vísinda, menntunar og sannleika í samfélögum vesturlanda og þá m.a. og á Íslandi. Hvern dag er hellt yfir okkur í fjölmiðlum steypu af hálfsannleika, röngum upplýsingum og kolhráum áróðri. Allt er þetta gert til að blekkja sauðsvartan almúgann í nafni þekkingar, víðsýni og menntunar.

Mörgum þykir svo mest koma til þeirra sem ósvífnastir, kjaftforastir og einsýnastir eru, svo sem Davíð Oddsson, Guðmundur Ólafsson, Hannes Hólmsteinn og Jónas Kristjánsson, auk þess sem spámenn á við Birgi Guðmundsson og Eirík Bergmann eru taldir opna augu okkar fyrir sannleikanum og sýna okkur inn í framtíðina. Má ég þá heldur biðja um Nostradamus.


Bloggfærslur 13. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband