Stjórnmál er barátta um hagsmuni og völd

Stjórnmál er barátta um hagsmuni og völd. Þannig hefur það verið og þannig verður það. Gamli Karl Marx hafði rétt fyrir sér. Stéttabaráttan heldur áfram í nýjum myndum og stétt manna ræðst af menntun, stöðu, hagsmunum og völdum.

En miklu skiptir, hvernig þessi barátta er háð. Á Íslandi hafa átökin oft verið hörð, þó ekki harðari en á öðrum Norðurlöndum. Hins vegar eru aðferðirnar, sem beitt er, og hugsunin, sem að baki býr, mjög ólík því sem er annars staðar á Norðurlöndum.

Við Íslendingar erum harðskeyttir, duttlungafullir og óvægnir, eins og íslensk náttúra, og tillitslausir - við höggvum menn sem standa vel við höggi. En einkum erum við agalaus þjóð. Það kemur fram fram í baráttunni og umræðunni um stöðu, hagsmuni og völd .

Gríski heimspekingurinn Epíkúros sagði um 300 árum f. Kr., að ef menn vildu njóta ánægju í lífinu, skyldu þeir ekki skipta sér af stjórnmálum en njóta lífsins með yfirvegum. Þessi kenning á ekki upp á pallborðið hjá okkur sem enn lifum Sturlungaöld.


Bloggfærslur 4. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband