28.3.2011 | 11:47
Bullöld Íslendinga
Ekki get ég varist þeirri hugsun, að bull, ergelsi og firra hafi leyst af hólmi gull, reykelsi og myrru sem talað er um í helgri bók að vitringarnir frá Austurlöndum hafi fært frelsaranum.
Bull, ergelsi og firru færa vitfirringar frá Suðurlandi okkur nú. Ég komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa hlustað á Davíð Þór í morgunútvarpi RÚV í morgun og áður Guðmund Ólafsson, gamlan nemanda minn, og Ingva Hrafn, sem ætlast víst til allir til að þeir séu teknir alvarlaga, að ekki sé nú svo talað um borgarstjóra Reykvíkinga, sem skopast áfram að kjósendum sínum og öðrum borgarbúum, svo og þeim Sveppa og Villa (einn nemandi minn til) svo ég nefni ekki ruglið og ofstækið á SÖGU og öðrum sorpstöðvum.
Hvað má til varnar verða vorum sóma?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)