Rembingshnútur

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, fyrrverandi seðlabankastjóri og fyrrverandi skólastjóri í Bifröst, skrifar grein í Fréttablaðið í dag - mánudag til mæðu. Greinina kallar hann “Allt í hnút”.

Í tíu punktum rekur hann horfur eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem eru: (1) pólitískt vikur forseti, beint lýðræði að ákvörðun hans, (2) kreppa í stjórnskipan, (3) umsókn um aðild að ESB gjörtapað mál, (4) utanríkisráðuneytið hefur ekki skilning á aðildarumsókn, (5) ríkisstjórnin helsærð og helsjúk, (6) kreppa í báðum stjórnarflokkum, (7) sjálfstæðismenn þurfa mánuði til að ná áttum, (8) framsóknarmenn eiga aðeins kost á að vera stoð við Sjálfstæðisflokkinn, (9) fram undan þóf, tafir og streita í flestum þjóðmálum, (10) óskynsamlegar skattabreytingar leggjast á atvinnulífið og þar harðnar á dalnum.

Í lok greinarinnar segir höfundur: “Í grunni er íslensks þjóðfélagið sterkt, lýðræðið er virkt og útflutningagreinarnar öflugar. Veikleikar okkar Íslendinga eru sundrung, tortryggni, rógur og níð. Hér er allt í hnút."

Í mínum augum stangast greining og niðurstöður á. Hvernig getur íslenskt þjóðfélag verið sterkt þegar allt er í hnút? En með bölmóði sínum sannar höfundur fullyrðingu sína: Veikleikar Íslendinga eru sundrung, tortryggni, rógur og níð.


Bloggfærslur 11. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband