13.4.2011 | 10:34
Virðing Alþingis
Bjarni Benediktsson, formaður stærsta stjórnmálaflokks Íslands í 70 ár, ætlar að bera fram vantraust á ríkisstjórnina til þess að auka virðingu Alþingis. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fyrstu vinstri stjórnar á Íslandi - að sögn - fagnar tillögunni sem þjappa muni stjórnarliðum saman. Þingmenn og ráðherrar sitja daufeygðir með fjarrænan svip undir ræðum forystumannanna og lesa dagblöð eða senda SMS skeyti til kjósenda. Vanstrauststillaga verður ekki til að auka virðingu Alþingis. Það þarf meiri til.
Bloggar | Breytt 14.4.2011 kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)