16.5.2011 | 10:41
Menning og auðvald
Harpan er stórfenglegt hús, jafnvel svo að ég trúi naumast mínum eigin augum. En ég trúi því að Harpan eigi eftir að verða menningu og mannlífi í Reykjavík og á Íslandi mikil lyftistöng og færi okkur nær evrópskri menningu, eins og Hörður Áskelsson sagði við mig á dögunum. Sama sinnis var Eyjólfur Pálsson, EPAL, þegar ég hitti hann í Hörpunni í gær.
Pétur Blöndal alþingismaður vildi hins vegar láta byggja þarna fangelsi. Íhaldsmenn hafa lengi haft asklok fyrir himinn og eru fangar í hugsun auðvaldsins. Ekkert skiptir máli annað en það sem skilar arði til hluthafa. En upplifunin í Hörpunni í gær var stórkostleg með þúsund ung eyru að hlusta á tónlist Beethovens og Bolero eftir Ravel. Þarna voru margir nýir tónlistaráhugamenn sem eiga eftir að njóta menningar og lista.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)