Íslensk umræðuhefð

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar eftirtektarverðan pistil í MBL í dag, sem hún nefnir Mannorðsmorð dagsins og fjallar þar um íslenska þjóðfélagsumræðu, sem hún segir ekki líklega til að gleðja þann, sem með henni fylgist, því að alltof margir telji sig hafa leyfi til að segja hvað sem er um andstæðinga sína.

Þessi orð Kolbrúnar eru orð að sönnu. Ef til vill er ein helsta ástæðan fyrir vanda okkar Íslendinga, bæði í stjórnmálum og persónulegu lífi - og viðskiptum, að við getum ekki - kunnum ekki að tala saman eða skiptast á skoðunum án þess að nota tilfinningahlaðin orð og svívirða viðmælandann - andstæðinginn.

 

 


Bloggfærslur 4. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband