19.9.2011 | 22:56
Leiðinlegar veðurfréttir
Veðurfréttir hafa lengi verið leiðinlegar í útvarpinu, einkum vegna þess hversu veðrið á Íslandi er leiðinlegt. Nú bætist við þetta leiðindaveður leiðinlegir veðurfræðingar - einkum í sjónvarpi RÚV. Þar er fallegasti veðurfræðingurinn leiðinlegastur, þótt hún sé búin eins og á ball, og talar barnamál við okkur heldra fólkið, um að landið okkar og að hjá okkur á landinu okkar megi reikna með og gera ráð fyrir að reikna með að veðrið á landinu okkar verði leiðinlegt.
Sjónvarpsáhorfendur vita, að um er að ræða spá - spá um veður, veðurspá. Því er óþarfi að segja tíu sinnum, að reiknað sé með að veðrið verði leiðinlegt. Veðurstofa Íslands þarf að senda veðurfræðinga sína til Danmerkur. Þar eru ekki aðeins fallegri veðurfræðingar heldur miklu betra veður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)