Norsk örnefni á Íslandi

Fjölmörg örnefni á Íslandi eru norsk að uppruna, enda töluðu landnámsmenn norsku, en gamla málið, sem talað var í Noregi á landnámsöld, kalla Norðmenn enn gammel norsk. Að lokum varð þetta gamla mál svo að íslensku, sem nú er elsta mál í Evrópu.

Dæmi um örnefni á Íslandi, sem einnig eru til í Noregi, eru örnefnin Glóðafeykir, Herðubreið og Hegranes. Margir hafa vafalaust talið, að örnefnið Glóðafeykirfjallið sem feykir, varpar glóðum - sé aðeins við austanverðan Skagafjörð. Í Noregi eru tvö fjöll sem bera nafnið Gloføken, annað á Heiðmörk, vestan vatnsins Femund, hitt á eynni Bremanger þar sem fyrrum bjó Berðlu-Kári, fóstbróðir Kveld-Úlfs, afa Egils .

Herðubreið á Mývatnsöræfum var valin þjóðarfjall Íslendinga á alþjóðaári fjallsins árið 2002. Herðubreiðar eru raunar tvær á Íslandi, fjalladrottningin á Mývatnsöræfum og Herðubreið við Eldgjá, sunnan Ófærufoss í Skuggafjallagjá. Fjallið Herdabreida stendur við norðanverðan Harðangursfjörð á Hörðalandi, þaðan sem flestir landnámsmenn komu. Nokkur líkindi með fjöllunum tveimur, þótt fjalladrottningin sé tignarlegri og herðabreiðari en fjallið við Harðangursfjörð.

Annað skagfirskt örnefni er Hegranes sem væntanlega er líkingarnafn. Fuglsheitið hegri kemur fyrir í Hávamálum og er þar notað um 'gleymskufuglinn' óminnishegran, sem býr í áfengu öli og fær menn til að gleyma: Óminnishegri heitir, / sá er yfir öldrum þrumir,/ hann stelur geði guma./ Þess fugls fjöðrum / eg fjötraður var eg / í garði Gunnlaðar.

Hegrenes er nes norðan Sandvíkur, Sandviken, í Bergen, Björgvin, sem varð höfuðborg Íslands þegar Íslendingar gengu Hákoni gamla á hönd árið 1262. Yst við sunnanverðan Førdefjorden í Firðafylki er annað Hegrenes, gegnt bænum Kvellestad, Kvöldstöðum, en í Firðafylki hefur varðveist sögn um að Kveld-Úlfur, faðir Skalla-Gríms, hefði búið á Kvellestad og af þeim sökum hlotið viðurnefnið Kveld-Úlfur.


Bloggfærslur 26. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband