Auðvaldsskipulagið er ótækt

Viðskipta- og fjármálakerfi heimsins er ótækt skipulag. Í skjóli pappírspeninga er takmörkuðum auðlindum sóað í stað þess að nýta þær til hagsbóta fyrir alla jarðarbúa. Lögmál markaðarins – sem svo eru kölluð – eru látin ráða í skjóli frjálsrar samkeppni. En lögmál markaðarins er ekkert annað en blind gróðahyggja og frjáls samkeppni ekki til – eða með öðrum orðum: Þetta skipulag er ótækt.

Í stað núverandi skipulags eiga samtök almennings og frjálsra einstaklinga, s.s. samvinnufyrirtæki og almenningshlutafélög, að annast atvinnu- og framleiðslu allra landa með takmörkuðum afskiptum framkvæmdavaldsins í skjóli laga í lýðræðislegu stjórnarfari þar sem raunverulegt vald er höndum í almennings – í beinum kosningum.

Það sem vegur þyngst í fátækt heimsins er krafa hins alþjóðlega auðvalds um arð af fjármagni. Þessum arði er ekki hægt að ná nema með arðráni og kúgun. Til þess að ná þessum arði hefur auðvaldið flutt framleiðslu sína til fátækra landa þar sem enn eru ekki gerðar athugasemdir við vinnuþrælkun og arðrán verkafólks, vegna þess að stjórnvöld í þessum löndum eiga fárra kosta völ og vegna þess að notaðar eru hótanir og mútur til þess að fylgja arðráninu eftir.

Til þess að halda dansi auðvaldsins gangandi er almenningi talin trú um, að hamingjan sé fólgin í því að kaupa – kaupa og eyða, enda eru ríki Vesturlanda orðin botnlaus neyslusamfélög. Enginn virðist geta stöðvað þennan dauðadans – en margir vilja leita leiða en sumir vilja stökkva af vagninum af því að sífellt fleiri átta sig á því að hamingjan eykst ekki með auknum kaupmætti.

Í samræmi við kenningu auðhyggjunnar berjast stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar ríku landanna fyrir auknum kaupmætti meðan fólk í fátækum löndum sveltur, jafnvel í löndum þar sem unnt er að brauðfæða alla, löndum sem búa yfir náttúruauðlindum s.s. ræktunarkostum, vatnsorku, olíu og dýrum málmum.

Brýnt er að koma á jöfnuði meðal einstaklinga og þjóða, breyta eignaskiptingu milli hins alþjóðlega auðvalds og almennings og gera fátækum þjóðum kleift að bjarga sér sjálfar.


Bloggfærslur 17. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband