Nýr forseti nýs Íslands

Fólk veltir fyrir sér öðrum og betri valkosti á Bessastaði – eins og eðlilegt er. Að mínum dómi á forseti Íslands fyrst og síðast að vera sameiningartákn þjóðarinnar og koma fram fyrir hönd hennar allrar án undirmála, hafinn yfir flokkadrætti og væringar.



Forseti Íslands á að stuðla að sátt og samlyndi meðal allra Íslendinga af hreinskilni og hógværð, vitur maður og íhugull og sannmenntaður. Nýr forseti Íslands á að búa yfir þekkingu á sögu og menningu Íslendinga og annarra þjóða, víðsýnn og umburðarlyndur.



Nýr forseti nýs Íslands má ekki að tengjast pólitískum flokkadráttum fyrri tíðar og svikum og ránum fjárglæframanna. Hann á að líta inn á við en ekki að telja þjóðinni trú um að upphefð hennar komi að utan né heldur að hún geti frelsað heiminn undir leiðsögn hans. 



Þennan nýja forseta nýrrar hugsunar nýs Íslands – karl eða konu – skulum við finna í sameiningu.


Bloggfærslur 5. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband