22.4.2012 | 23:11
Skotsilfur Egils
Fjórir viðmælendur í Silfri Egils í dag komu fram sem fulltrúar slúðurbera af götunni og höfðu lítið að segja af viti um stjórnmálin og þjómálin annað en órökstuddar persónulegar skoðanir sínar. Þar örlaði ekki á yfirvegaðri greiningu á mönnum og málefnum. Mikill hluti umræðunnar fór svo í að tala um fátæklega umræðuhefð á Íslandi og þjóðernishroka Íslendinga. Féll umræða fjórmenninganna algerlega inn í þá mynd sem þeir drógu sjálfir upp. Sannaðist á fjórmenningunum að auðveldara er að kenna heilræðin en halda þau.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)