13.5.2012 | 09:58
Biskupssetur eða byggðasafn

Tollheimtuskáli einveldisins
Þrír staðir á Íslandi eru helgastir: Þingvöllur, Skálholt og Hólar. Allt í einu er risið í Skálholti tilgátuhús, Þorláksbúð, sem var tollheimtuskáli danska einveldisins þegar svo hart var gengið fram í skattheimtu að Biskupstungur voru nefndar Sultartungur.
Tollheimtuskáli danska einveldisins skyggir á stílhreina kirkju Harðar Bjarnasonar húsameistara sem vígð var 1956 og reist á grunni kirkjunnar er að réttu kallast andleg móðir allra annarra vígðra húsa á Íslandi, eins og segir í Hungurvöku, sögu fyrstu biskupanna í Skálholti. Tollheimtuskálinn fordjarfar ásýnd staðarins og minnir á fátækt og umkomuleysi þjóðarinnar.
Nú vilja aðilar í ferðaþjónustu taka höndum saman um uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu í Skálholti með því að endurreisa þar miðaldadómkirkjun og reka sem sjálfbært menningar- og sýningarhús og hefur verkefnið verið kynnt kirkjuráði. Af myndinni hér að dæma kemur miðaldadómkirkjan til að yfirskyggja staðinn.
Er stefnt að því að gera einn helgasta stað Íslands að byggðasafni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)