21.7.2012 | 09:34
Mįlrękt og fyrsti mįlfręšingurinn
Mįlrękt eins og gagnsętt oršiš ber meš sér felur ķ sér mešvitaša višleitni aš rękta mįl sitt, vanda mįlfar sitt, tala og rita gott mįl mįl sem fellur aš reglum tungunnar og hefur inntak og merkingu. Skiptar skošanir eru um gildi mįlręktar. Sumir skella skollaeyrum viš įbendingum okkar ķhaldssamra mįlręktarmanna og kunnur danskur mįlfręšingur sagši fyrir aldaržrišjungi, aš allt mįl, sem skildist, vęri rétt mįl.
Ef til vill er sannleikskorn ķ žessari fullyršingu. Hinu veršur ekki móti męlt, aš mįlrękt Ķslendinga frį upphafi veldur žvķ aš ķslensk tunga lifši af og aš viš getum lesiš žśsund įra texta: Völuspį, Hįvamįl, vķsur og kvęši Egils og Ķslendingasögur, Eglu, Njįlu, Hrafnkötlu, Gķsla sögu og Laxdęlu svo dęmi séu tekin, en af miklu er aš taka žegar ķslenskar mišaldabókmenntir eru annars vegar, aš ekki sé talaš um bókmenntir seinni alda: Hallgrķm, Jónas, Einar Benediktsson, Žórberg, Halldór Laxnes, Stein og Snorra Hjartarson, en ķ žessu birtist samhengi ķslenskra bókmennta vegna samhengis ķslenskrar tungu.
Fyrsta mįlfręširitgeršin, sem svo er nefnd, var rituš um mišja 12tu öld. Ritgeršin fjallar um ķslenska hljóšfręši, stafsetningu og framburš og vandaš mįlfar og heila hugsun, en ķ ritgeršinni stendur: Mįlróf er gefiš mörgum en spekin fįm, orš sem sannast ķ stjórnmįlaumręšu į Ķslandi undanfarin įr. Óžekktur höfundur Fyrstu mįlfręširitgeršarinnar hefur veriš lęršur į evrópska vķsu, kunnaš grķsku, latķnu og hebresku, og žekkt žaš sem ritaš hafši veriš į Ķslandi og ķ öšrum löndum fróšleik er žar innan lands hefur gerst eša žann annan er minnisamlegastur žykir, žó aš annars stašar hafi heldur gerst eša lög setja menn į bękur hver žjóš į sķna tungu, eins og hann segir.
Ķ lok ritgeršarinnar segir: Nś um žann mann, er rita vill eša nema [žaš sem] aš voru mįli [hefur veriš] ritiš, annaš tveggja helgar žżšingar eša lög ešur ęttvķsi eša svo hveregi er mašur vill skynsamlega nytsemi į bók nema ešur kenna, enda sé hann svo lķtillįtur ķ fróšleiksįstinni, aš hann vilji nema litla skynsemi heldur en öngva, žį er į mešal veršur hinnar meiri, žį lesi hann žetta kapķtślum vandlega og bęti, sem ķ mörgum stöšum mun žurfa, og meti višleitni mķna en vįrkenni ókęnsku, hafi stafróf žetta, er hér er įšur ritaš, uns hann fęr žaš, er honum lķkar betur.
Hugsanlegt er aš žś, lesandi góšur, skiljir ekki žaš sem žarna er skrifaš viš fyrsta lestur. En meš oršum sķnum er höfundur aš hvetja alla til aš nota stafsetningu ritgeršarinnar, žį sem į annaš borš vilja rita aš voru mįli, nema ešur kenna skynsamlega nytsemi į bók, enda sé hann [sem nema vill eša kenna] svo lķtillįtur ķ fróšleiksįstinni, aš hann vilji nema litla skynsemi heldur en öngva.
Höfundur Fyrstu mįlfręširitgeršarinnar er meš öšrum oršum aš brżna fyrir fólki mįlrękt. Hann er žvķ ekki alleinasta fyrsti ķslenski mįlfręšingurinn heldur fyrsti ķslenski mįlręktarmašurinn.
Bloggar | Slóš | Facebook | Athugasemdir (1)