28.4.2013 | 21:33
Þjóðstjórn er eina leiðin
Fyrir dyrum er stjórnarmyndun eftir stutta en snarpa kosningabaráttu undanfarinna vikna í kjölfar endurreisnarinnar eftir Hrunið, þar sem enginn vissi hvort heldur hann var seldur eða gefinn. Margar leiðir virðast færar.
Skynsamlegasta leiðin - leið sem gæti sameinað þessa sundruðu þjóð - er þjóðstjórn - samlingsregering - eins og við Danir segjum.
Með því að atvinnustjórnmálamenn - alþingismenn sem þjóðin hefur kjörið - sameinist um að finna leiðir út úr vandanum, er von til þess að þessi voðalega þjóð þrjú hundruð þúsund sérvitra einstaklinga - geti litið á sig sem eina þjóð - er þjóðstjórn. Hafi stjórnmálamenn einhverju hlutverki að gegna, er það að finna sameiginlega leið til framtíðar. Sú leið verður aðeins fundin í þjóðstjórn þar sem allir bera ábyrgð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)