Myndin af Jónasi

Seđlabankinn hefur látiđ gera tíu ţúsund króna seđil sem „tileinkađur er Jónasi Hallgrímssyni, en í seđlinum má finna vísanir í störf Jónasar sem skálds, íslenskumanns, alţýđufrćđara og náttúrufrćđings. Á framhliđ er mynd af Jónasi Hallgrímssyni, Háafjalli og Hraundranga“, eins og segir í frétt frá bankanum.

Mynd sú sem um rćđir eftirmynd af litógrafíu sem prentuđ var framan viđ Ljóđmćli Jónasar og út komu í Kaupmannahöfn 1883. Litógrafían er gerđ af óţekktum starfsmanni prentverksins Hoffensberg&Traps, ţar sem ljóđmćlin voru prentuđ. Er ţessi mynd ţekktust allra mynda af Jónasi og oftast er notuđ, m.a. á vefnum jonashallgrimsson.is.

Litógrafían frá 1883 er gerđ eftir ljósmynd af teikningu sem Sigurđur málari gerđi 1860 eftir blýantsteikningu sem Helgi Sigurđsson dró upp af Jónasi á líkbörum á Friđriksspítala í Kaupmannahöfn 27. maí 1845.

JH koparstungaJH eftir Sigurđ GuđmundssonJH LÍ 151, meiri upplausn 

 

 

 

 

  

 

 

 

 

1 Litógrafían frá 1883             

2 Teikning Sigurđar málara 1860     

3 Teikning Helga af Jónasi á líkbörunum 27. maí 1845

Frá teikningu séra Helga Sigurđssonar til litógrafíunnar eru ţví ekki ađeins 38 ár heldur tveir milliliđir: teikning Sigurđar málara og ljósmynd af ţeirri teikningu. Ţess er ţví naumast ađ vćnta ađ myndin, sem kölluđ er af Jónasi Hallgrímssyni, sé lík manninum Jónasi Hallgrímsyni, enda eru heimildir um ađ frćndur hans í Eyjafirđi hafi taliđ myndina framan viđ ljóđmćlin lítiđ minna á hann og „veriđ á móti myndinni”.

Í Listasafni Íslands eru varđveittar fjórar teikningar eftir Helga Sigurđsson af Jónasi. Ein er myndin af Jónasi á líkbörunum, sem nefnd hefur veriđ. Önnur er hálfvangamynd, dregin mjúkum dráttum međ sterkum persónueinkennum: mjúkhćrđur, lítt skeggjađur og dökkbrýnn, enniđ allmikiđ, réttnefjađur og heldur digurnefjađur, granstćđiđ vítt, vangarnir breiđir, kinnbeinin ekki eins há og tíđast er á Íslandi, munnurinn fallegur, varirnar mátulega ţykkvar og stóreygđur, svo notuđ séu orđ Konráđs Gíslasonar úr minningargrein í Fjölni 1847. 

JH LI 152 GRĆN

 Myndin af Jónasi

Helgi Sigurđsson var lengi ţjónandi prestur, fyrst ađ Setbergi í Eyrarsveit og síđar ađ Melum í Melasveit. Hann lauk prófi úr Bessastađaskóla 1840 og sigldi ţá til Hafnar, gaf sig fyrst ađ lögfrćđi og nam dráttlist í Det kongelige danske kunstakademi en las lćknisfrćđi á sjötta ár og var kominn ađ prófi voriđ 1846 er hann hvarf heim og tók viđ búi eftir föđur sinn. Helgi lagđi ekki ađeins stund á dráttlist heldur tók hann haustiđ 1842 ađ nema ljósmyndagerđ viđ Listaskólann, fyrstur Íslendinga. Ýmislegt í gerđ myndarinnar bendir til ţess ađ viđ gerđ hálfvangamyndarinnar af Jónasi hafi hann notađ teiknivél eđa myndvarpa ţess tíma, camera lucida, sem svo var nefnd.

Samtímafrásagnir herma ađ Helgi Sigurđsson hafi heimsótt Jónas ţar sem hann lá fótbrotinn á Friđriksspítala eftir ađ honum skruppu fćtur í stiganum upp í herbergiđ í Skt. Pederstrćde ađ kvöldi 21. maí 1845. Jónas var ţá rćndur allri lífsgleđi og ţótti óţarfi ađ gera neinum ónćđi um nóttina af ţví ađ hann vissi ađ hann gćti ekki lifađ, eins og Konráđ Gíslason hefur eftir honum. Helga hefur tekist ađ telja Jónas á ađ leyfa sér ađ draga upp af honum mynd međ teiknivélinni, en Konráđ hafđi í bréfi áriđ áđur hvatt ţá Brynjólf Pétursson, Grím Thomsen og Jónas til ađ láta gera af sér mynd „svo myndirnar verđi til eptir ţeirra dag, svo skal jeg sjá um, ţegar ţeir eru dauđir, og jeg er orđinn blindur, ađ ţćr verđi stungnar í kopar”, eins og segir í bréfinu.

Hálfvangamyndin sker sig mjög úr myndunum fjórum sem Helgi teiknađi af Jónasi. Er hún sennilega fyrsta myndin sem hann gerđi af Jónasi. Eftir ađ Helgi hafđi dregiđ hana upp međ hjálp myndvarpans, andađist Jónas skyndilega ađ morgni 26. maí 1845.

Matthías Ţórđarsonar ţjóđminjavörđur segir í grein í Óđni 1908, ađ Helgi Sigurđsson hafi skýrt Jóni forseta frá ţví, ađ daginn eftir andlát Jónasar, 26. maí 1845, fór hann „ađ líki Jónasar [á Friđriksspítala], fćrđi hann í búning hans og reisti hann upp. Hann dró upp mynd af honum, eins vel og nákvćmlega eins og hann gat, mynd af líki Jónasar. Líkaminn var svo sem fallinn saman og höfuđiđ sigiđ niđur á bringuna.“

Eftirtektarvert er ađ á myndinni af Jónasi á líkbörunum sjást döpur augun undir ţungum augnlokum. Augu Jónasar hafa hins vegar veriđ lukt ţegar Helgi Sigurđsson dró upp ţá mynd, ţví ađ Jónasi hafa ađ sjálfsögđu veriđ veittar nábjargir daginn sem hann dó. En af ţví ađ Helgi Sigurđsson hafđi áđur dregiđ upp mynd af Jónasi međ teiknivélinni, gat hann teiknađ augun eins vel og raun ber vitni á myndinni af Jónasi á líkbörunum. Ţung augnlok voru og eru ćttarfylgja Hvassafellsćttar, eins og m.a. fram kemur á ljósmynd sem varđveist hefur af Rannveigu, húsfreyju á Steinsstöđum, systur Jónasar, sem tekin er 1872, ţegar Rannveig var 72 ára ađ aldri. 

Hálfvangamyndin var ţví gerđ af Jónasi í lifanda lífi og má kallast myndin af Jónasi - er eins konar ljósmynd af listaskáldinu góđa. Ađrar myndir eru eftirlíkingar af Jónasi á líkbörunum.


Bloggfćrslur 28. september 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband