28.6.2014 | 23:34
Something is rotten in the state of Iceland
Hvers vegna í ósköpunum - svo ég sem gamall sjómaður að austan segi ekki: hvers vegna í andskotanum þarf að vera þessi vafi um heiðarleika íslenskra útgerðarmanna? Sem sonur útgerðarmanns fyrir austan segi ég: Hvers vegna í andskotanum hefur skammaryrðið sægreifi leyst orðið útgerðarmaður af hólmi?
Íslendingar hafa ekki efni á óheiðarlegum útgerðarmönnum - óheiðarlegum sægreifum - sem taldir eru ganga ekki glæpaveg en götuna meðfram honum. For den sags skyld höfum við heldur ekki efni á óheiðarlegum kaupmönnum, óheiðarlegum verktökum, óheiðarlegum dómurum - að ég sem gamall fréttamaður undir stjórn hins heiðarlega Jóns Magnússonar fréttastjóra Fréttastofu Ríkisútvarpsins tali nú ekki um óheiðarlega fréttamenn.
Íslendingar - þessi voðalega þjóð - er aðeins til vegna þess, að í þúsund ár hefur þjóðin búið við fengsælustu fiskimið á Atlantshafi. Ísland er raunar eins konar skuttogari á miðjum fiskimiðum á mörkum Atlantshafs og Norður Íshafs.
Sem málfræðingur leyfi ég mér að nefna, að Íslendingar eiga elsta tungumál í Evrópu og geta af þeim sökum lesið þúsund ára gamlar bókmenntir, sem engir önnur þjóð í Evrópu getur. Þessi ummæli mín eru í augum sumra vafalaust talin þjóðernishroki eða þjóðernisstefna - nationalismus a la Hitler - þótt skoðun okkar sé sú, að allar þjóðir - jafnvel fólks sem játar múslímstrú eða telur sig með öllu trúlaust - eigi rétt á að hrósa sér af menningu og viðhorfum sínum, meðan það gætir þess að virða mannréttindi og jafnrétti allra á öllum sviðum - og ekki að fremja morð. Móses gamli sagði fyrir fimm þúsund árum: Þú skalt ekki morð fremja. Það er í raun boðorð númmer eitt.
Shakespeare, sem að vísu var ekki eins gamall og Móses, lætur Marcellus segja við Hamlet í leikritinu Hamlet Prince of Denmark: Something is rotten in the state of Denmark. Höfundur þessara orða, þ.e.a.s ég - ef mig skyldi kalla - segi við Sigmund Davíð, Ólaf Ragnar og aðra svo kallaða áhrifamenn: Something is rotten in the state of Iceland.
Bloggar | Breytt 29.6.2014 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)