8.1.2010 | 16:06
Enn er deilt um menn - ekki málefni
Enn deila menn um forsetann, ekki það sem forsetinn sagði og vill gera: leyfa þjóðinni að taka afstöðu í þessu mikilsverða máli sem er ekkert annað en skattlagning erlendra ríkja á íslenska borgara.
Ólafur Ranar Grímsson er svipmikill og hæfileikaríkur forseti. Nú getur forseti Íslands ekki látið sér nægja tala um íslenska menningu og gróðursetningu heldur er forsetaembættið orðið alvöru embætti, pólitískt embætti og ekki aðeins upp á punt, sem misvitrir atvinnustjórnmálamenn geta ráðskast með og ráðið fyrir. Embætti forseta Íslands á að vera sjálfstætt embætti sem veitir stjórnmálamönnum aðhald og almenningi vernd í gerbreyttum heimi, heimi aukinna alþjóðlegra samskipta og alþjóðlegra átaka.
Enginn núlifandi Íslendingur hefur meiri pólitíska reynslu og pólitísk hyggindi en Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er hins vegar hvorki alvitur né gallalaus, frekar en við sum hin, og ég fullyrði að enginn hefði getað gert það sem hann hefur nú gert á fáum dögum: vakið athygli umheimsins á óréttlæti því sem felst í að krefjast þess að ríkissjóður - eða réttara sagt almenningur á Íslandi greiði fyrir mistök Evrópusambandsins og gallað regluverk þess.
Athugasemdir
Ef þú ert ekki búinn að lesa þetta, þá endilega nýttu tækifærið:
Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 01:20
Frábær pistill hjá þér
Sigurður Þórðarson, 9.1.2010 kl. 04:18
Amen.
Svavar Alfreð Jónsson, 9.1.2010 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.