Við eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna

Morgunblaðið birtir í dag grein eftir franskan hagfræðing og fyrrverandi þingmann á Evrópuþinginu, Alain Lipietz. Allir sem áhuga hafa á þjóðmálum ættu að lesa þessa grein gaumgæfilega.

Í greininni tekur Lipietz í raun undir orð Stefáns Más Stefánssonar prófessors, Lárusar Blöndals hæstaréttarlögmanns, Sigurðar Líndals prófessors, Ragnars Hall hæstaréttarlögmanns og fleiri góðra manna, að Íslendingar eigi ekki að borga skuldir óreiðumanna, svo notuð séu ummæli Davíðs Oddssonar, sem þá eins og oft endranær hitti naglann á höfuðið. 

Lipietz telur að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi komið af stað höggbylgju í fjármálaheimi Evrópu þegar hann vísaði Icesave-lögunum í þjóðaratkvæði. Í fyrsta skipti í þessari fjármálakreppu heimsins væri verið að hafna því að almenningur tæki á sínar herðar skuldir einkafyrirtækis.

Í greininni rekur Lipietz á skýran og auðskiljanlegan hátt stöðu málsins og bendir á - eins og Eva Joly hefur einnig gert - að reglur Evrópusambandsins um fjármál og fjármálaviðskipti séu gallaðar, enda er ein ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar ganga svo hart fram gegn Íslendingum í þessu máli tilraun til að breiða yfir þessa galla og kenna öðrum um. 

Lesið grein Lipietz.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir ábendinguna, kíki á þetta í kvöld. Lipietz stóð sig frábærlega í Silfrinu með Evu Joly um daginn. Við þurfum meira af þessu!

sandkassi (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 14:49

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Komdu fagnandi nýi bloggvinur.

Nú ríður á að þjóðhollir menn standi saman og leggi sitt besta fram. 

Sigurður Þórðarson, 12.2.2010 kl. 15:35

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ég skal veðja að þú munt ekki mæta á morgun á Austurvöll!!!

Of merkilegur til þess að sýna samstöðu?

Lýkar greinaskrif þín!

Haraldur Haraldsson, 12.2.2010 kl. 23:09

4 identicon

Bíddu ég er ekki að fylgjast með, Tryggvi býr á Akureyri held ég.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 04:01

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já höggbylgja, henni var bara ekki fylgt eftir og það er eingu fylgt eftir í þessu máli.

Það eina sem við virðumst kunna nú um mundir er samstöðuleysi, og það er alveg makalaust hvað þetta fólk hennar Jóhönnu virðist vera fótstórt.

Það er eins og það geti troðið allt í hel, þeygandi og hljóðalaust, á meðan hoppar Steingrímur hring eftir hring þvaðrandi eins og sirkusapi.

Hrólfur Þ Hraundal, 13.2.2010 kl. 08:59

6 identicon

Góð grein.

Hrólfur þú fékkst mig til að hlægja þetta er alveg satt hjá þér.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband