18.2.2010 | 22:35
Óheilindi utanríkisráðuneytisins
Fréttir af viðræðum fulltrúa utanríkisráðuneytis Össurar Skarphéðinssonar og fulltrúa stjórnar Bandaríkjanna á Íslandi í janúar vekja mér furðu. Undirlægjuháttur og lágkúra virðast hafa einkennt viðræðurnar og tillagan um að Norðmenn taki á sig Icesave-skuldir Landsbankans og semji síðan við Íslendinga um endurgreiðslu - eru eins og óvitar séu á ferð.
Ef ummæli íslenska sendiherrans um forseta Íslands eru rétt eftir höfð, ber að víkja sendiherranum tafarlaust úr starfi. Þegar ofan á bætist að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, hin sterki maður ríkisstjórnarinnar, hefur ekkert um þetta vitað, ber slíkt vitni um óheilindi af hálfu utanríkisráðherra.
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þessu. Þetta utanríkisráðuneyti er ekkiert annað en samsafn af bullukollum sem ekkert vita í sinn haus en hafa þessa ofurtrú á eigin ágæti og hæfni.
Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 14:55
Sumt af því sem þú segir Tryggvi er rétt, annað rangt eða orkar tvímælis að minnsta kosti. Það er rangt að vísa sendiherra úr starfi fyrir það eitt að segja satt, sé rétt eftir honum haft á annað borð. Þessi sendiherra hefur þjónað Íslandi í nærri fjöritíu ár. Ólafur Ragnar er alveg fullfær um það að koma á sjálfan sig óorði hjálparlaust. Að láta sér detta það í hug að leita skjóls hjá Bandaríkjamönnum í deilunni um Icesave, eftir glórulausar móðganir Olafs Ragnars í þeirra garð er til marks um skort á mannasiðum. Bandaríkjamenn átta sig auðvitað á þessum skorti á háttvísi stjórnvaldanna íslensku og leka aulahættinum í fjölmiðla. Hverjir aðrir ættu að hafa gert það?
Gústaf Níelsson, 19.2.2010 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.