Hamingja Íslands - óhamingja íslenskra stjórnmálamanna

Íslenskir stjórnmálamenn sem skilja ekki um hvað þjóðaratkvæði Icesave snýst, eiga að draga sig í hlé. Það er best fyrir þá - og þjóðina alla.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave á laugardag er tækifæri fyrir okkur sem förum ekki út á stræti og torg að berja bumbur, potta, pönnur til þess að láta í ljós skoðun okkar og skoðun okkar er ljós. Við borgum skuldir okkar en borgum ekki skuldir óreiðumanna og glæframanna sem ætluðu að græða fé í skjóli trúnaðar og virðingar okkar fyrir heiðarlegu dugnaðarfólki sem vill efla íslenskar atvinnugreinar og fjármálakerfi. En við vorum svikin. Trúnaður var brotinn. Ein grundvallarsetning í siðuðu samfélagi var brotin, setningin: þú skalt ekki stela

Nú höfum við fengið tækifæri til þess að segja álit okkar á ráðaleysi stjórnmálamanna og svikum óreiðumanna. Réttlætiskennd okkar er misboðið. Stjórnmálamönnum hefur mistekist að verja hagsmuni okkar gagnvart breskum og hollenskum heimsvaldasinnum í kjölfar svika íslenskra og erlendra óreiðumanna í skjóli regluverks auðvalds sem fær ekki staðist. Þess vegna segjum við NEI.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skörulega mælt Tryggvi.

Segjum NEI við þessum svikalögum en fyrir frjálsu og fullvalda Íslandi sem lætur ekki vaða yfir sig á skítugum skónum.

Gunnlaugur Ingvarrson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 17:36

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Seint hefði ég trúað því upp á þig Tryggvi, því ég hef alla tíð haft mikið álit á þér, að þú sért að halda því fram að við getum losnað við uppvakning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem kallast ICESAVE með því að segja nei í þessari fáránlegu þjóðaratkvæðagreiðslu nk. laugardag.

Hún er í mínum augum algjör farsi og eitt er víst; ég fer ekki ákjörstað þó ég hafi sjaldan haft neitt a móti góðum försum. 

En þá eiga þeir að vera ekta á leiksviði en ekki í kjörklefa.

Nei þitt á laugardag hefur nákvæmlega ekkert gildi nema kannski að byggja undir egó valdamannsins á Bessastöðum.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.3.2010 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband