7.3.2010 | 10:52
Lausn á Icesave - ný sýn
Afstaðan til Icesave liggur ljós fyrir. Íslenska þjóðin vill ekki taka á sig skuldir gamla Landsbankans, enda var um einkafyrirtæki að ræða, og samkvæmt lögum og reglum ESB og landslögum á Íslandi er ekki unnt að skuldbinda þriðja aðila í slíkum viðskiptum. Því verður að leita annarra leiða.
Eðileg og sanngjörn leið blasir við. Bretar og Hollendingar fá allar eignir gamla Landsbankans. Að bestu manna yfirsýn nægja þessar eignir fyrir mestum - eða öllum lágmarksgreiðslum breska og hollenska ríkissjóðsins vegna endurgreiðslu til innstæðueigenda í löndunum tveimur. Engir vextir verða greiddir né heldur útlagður kostnaður breskra og hollenskra stjórnvalda. Með þessu hafa flestir innstæðueigendur í Bretlandi og Hollandi fengið tjón sitt bætt að mestu. Komi í ljós eftir fimm eða tíu ár að eignir gamla Landsbankans nægðu ekki fyrir lágmarksgreiðslum, er hugsanlegt að ríkisstjórnir landanna þriggja setjist að samningaborði og ræði málin í bróðerni án þess hótanir um hermdarverk og hryðjuverkalög vofi yfir.
Í bönkum á Íslandi er nægilegt fé til að endurreisa atvinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar. Til þess að bæta stöðuna þarf því engin erlend lán, enda eru erlend lán að drekkja þjóðinni, og til þess að bjarga drukknandi manni er ekki hellt ofan í hann söltum sjó. Hins vegar eru vextir of háir, eins og flestum er ljóst. Með því að lækka vexti og lána fé íslenskra innstæðueigenda þar á meðal lífeyrissjóðanna - til heiðarlegra atvinnurekenda blasir við ný sýn.
Innviðir ríkisins eru sterkir. Menntun fólks er góð. Auðlindir landsins eru miklar. Kröfunni um ný grundvallarlög - nýja stjórnarskrá, verður fylgt eftir og krafist heiðarleika og gagnsæi í stjórnmálum og viðskiptum. Fjölmörg ríki vilja - og þurfa á að halda vörum sem Íslendingar geta framleitt. Við eigum því margra kosta völ. En við hengjum ekki bakara fyrir smið heldur refsum þeim sem sekir eru.
Athugasemdir
Hárrétt hjá þér IceSLAVE málið er & hefur alltaf verið frekar einfald mál sem Lady GaGa & SteinFREÐUR hafa ítrekað klúðra á ótrúlegan hátt. Þau velja ítrekað að valda sundrung & leiðindum í stað þess að "hlusta á þjóð sína".
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 7.3.2010 kl. 11:06
Hafa menn eitthvað leitt hugann að því hvers vegna ráðamönnum er svo umhugsað að velta þessu einkaflippi Björgólfsfeðga yfir á íslenskan almenning? Það er eitthvað undarlegt þarna í gangi sem þarf að fá upp á yfirborðið.
Mér er svo sagt af manni sem þekkir mann sem þekkir til einstaklings í hollensku samninganefndinni að bæði Hollendingar og Bretar hafi verið gapandi af undrun þegar þeir mættu fyrst íslensku samninganefndinni. Þeir hafi átt von á illúðlegum harðsvíruðum mönnum sem ætluðu ekki að láta valta yfir sig en í þess stað hafi mætt menn með uppgjöf og greiðsluáætlun upp á vasann.
Þannig var málið matreytt upp í hendurnar á þessum löndum. Hvílík skömm er að þessu fólki sem svona stóð að málum. Að mæta til samninga með uppgjöf og fyrirfram matreidda greiðsluáætlun "skuldar" sem ekki var búið að stofna til. Þvílíkir bölvaðir fábjánar.
Melur (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 14:52
Öll þessi umræða er úti á túni.
Íslendingar eiga ekki að greiða eina krónu vegna Icesave umfram eignir bankana, sem voru í einkaeigu auk þess sem að tryggingarsjóðurinn á að taka til skiptana einnig.
Max Keiser hefur á réttu að standa varðandi Icesave. Þetta eru saknæmar árásir stórfyrirtækja í USA á Ísland og hann var vitni að þeim fyrirætlunum árið 2006 á Hótelinu 101 Reykjavík.
Ég hef þegar kært þetta mál til Fraud Office hjá Sameiuðu Þjóðunum.
Niðurstaðan mun verða sú að íslendingar þurfa ekki að borga Icesave, auk þess er að vænta skaðabóta upp á c.a. 700 milljarða króna.
Stjórnendur landsins virðast því miður ekki stíga í vitið, ekki það að Sjálfstæðisflokkurinn er vankaður vegna siðblindu og hagsmunabrölti.
Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 21:48
Sammála þér, pápi: við eigum að vinna okkur út úr þessari kreppu.
"You cannot spend your way out of recession or borrow your way out of debt", sagði Daniel Hannan í skammarræðu sinni yfr Gordon Brown og það eru orð að sönnu. Það er auðvitað absúrd að ætla að leggja á þjóðina skuldir sem eru okkur óviðkomandi.
Breskir og hollenski innistæðueigendur eru reyndar nú þegar búnir að fá endurgreiddar sínar innistæður - langt umfram það lágmark sem lög um innistæðutryggingar segir til um. Það var einhliða ákvörðun þarlendra stjórnvalda.
Sveinn Tryggvason, 8.3.2010 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.