11.3.2010 | 15:33
Græni hatturinn á Akureyri
Gaman er til þess að vita að Sigmundur Rafn Einarsson og eiginkona hans, Guðbjörg Inga Jósefsdóttir, stofnendur Bláu könnunnar, fyrsta reyklausa kaffihúss á Íslandi, og Græna hattsins, fyrsta menningarhússins á Akureyri sem bauð upp á lifandi tónlist, skuli ætla að endurbæta og stækka Græna hattinn og gera reksturinn fjölbreyttari.
PARÍS, hið fornfræga hús þeirra hjóna, hefur frá því þau eignuðust það 1997 verið miðpunktur göngugötunnar á Akureyri og dregið til sín tugþúsundir manna víðs vegar að úr heiminum og margar myndlistarsýningarnar á annarri hæð hússins eru mér afar minnisstæðar. Ég tek minn græna hatt ofan fyrir þeim hjónum.
Athugasemdir
Sæll Tryggvi.
Sammála þér. Það er gott til þess að vita að fólk er ekki að gefast upp. Þeirra rekstur á Akureyri hefur verið til fyrirmyndar.
Með kveðju,
Bjarni Th.
Bjarni Th. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.